Í gær gær var mér boði í partí til Kaspers Bürr. Seinna komst ég að því að Kasper átti afmæli. Þetta er fyrsta skiptið sem mér er boðið í partí hér í Odense. Þá tel ég ekki starfsmanna partí ekki með. Enda hafa örlögin ráðið því að ég hef aldrei komist í slíkar veislur. Þetta var fín veisla, þarna var Brjánn Júlíusson og Þormar mágur hans Kaspers og aðrir Íslendingar sem ég hef aldrei hitt fyrr. Brjánsi og Kasper eru á leiðinni til Brasilíu og ég óska þeim góðrar ferðar. Ég hef ekki hitt Brjánsa síðan við fluttum hingað. Þegar maður hittir gamla góða félaga þá verða ölarnir oft aðeins fleiri en maður gerði ráð fyrir. Eftir þetta partí fórum við á skemmtistaðinn Boogie´s, fyrsta skiptið sem ég fer á skemmtistað síðan við fluttum hingað fyrir hálfu öðru ári síðan. Ég hef ekki misst af miklu. En þarna á Boogie´s voru gömlu samstarfsfélagar mínir á Mamma´s með starfsmannageim. Þannig að það teygðist mun meira úr þessu en maður ætlaði. Annars misstum við því miður af brúðkaupi í gær sem var haldið á Íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í brúðkaup og enn sjaldgæfara að vera boðið í heiðið brúðkaup. Ég ætla að nota tækifærið og óska Steinunni og Stefáni til hamingju með daginn í gær og lukku í framtíðinni. Það má segja að ég hafi nú haldið upp á þennan merka dag hér í véum Óðins.
Dagurinn í dag er semsag ekki búinn að vera með heilli heilsu. Í dag fórum við fjölskyldan í aðra afmælisveislu hjá Sigrúnu Sól og Marínó Mána. Það var mjög fínnt að fara út í staðin fyrir að liggja upp í sófa og vorkenna sér.
Jæja þá er maður kominn í helgarfrí eitt af þessum kúrsushelgum hjá Jóhönnu. En hún er ekkert að skána svo það lýtur ekki út fyrir það að hún fari mikið í skólann á morgun. Þar sem ég hef ekkert meira að segja frá mínu lífi ætla ég að bulla aðeins um kaffi.
Heitir koffein drykkir hafa mér verið hugfengnir lengi enda neyti ég þeirra aðalega í ótakmörkuðum mæli. Góður espesso á morgnanna eða Cafe latté og cappuchino með kruðeríi eða með brendum áfengum drykkjum er gott. Mér finnst hálfleiðinleg að það er enginn sem skilur mann lengur á kaffihúsunum þegar maður biður um cafe au lait (eða kaffi auli). Það er ekki í tísku lengur, maður fær bara latté næstum því það sama. Te finnst mér líka gott en það er eiginlega ekkert ógirnilegra þegar mjólk er komin út í te. Það er svolítið misjaft hvað og hvernig kaffifólk er. Fólk sem er fætt 1930 -50 og jafnvel fyrr, finnst sterkt kaffi ógeðslegt. Þessi kynslóð man eftir að foreldrar þeirra notuðu export til að drýja kaffið á krepputímum. Margir af þeirri kynslóð drekka næstum því hvaða kaffi sem er hversu gamalt það er og hversu soðið það er. En það eru samt alltaf einhver takmörk sem mér hefur ekki enn tekist að greina. Kaffið sem maður fékk hjá ömmu heitinni var yfirleitt alltaf gott hún hellti alltaf uppá á gamla móðinn. En vinkona hennar hellti upp á kaffi á hverjum degi og setti á flösku og geymdi í viku. Hitaði svo vikugamla kaffið upp, drakk og/eða bauð gestum. Þetta þótti víst ekki góður sopi. Gott kaffi á ekki að geyma við hliðina á sítrónum, kryddjurtum og alls ekki hreingerningavörum. Það eru svo mikið af olíum í kaffi að það drekkur allt bragð og lykt í sig. Tyrknest kaffi hef ég ekki smakkað en Tyrki sem ég var að vinna með í byrjun ársins, sagði að það væri besta kaffið í heiminum. Mér skyldist á honum að kaffikorgurinn er hafður með þó mest af honum er síjað út. Girnilegt??? Örugglega skárra en skyndikaffi.
Hér er smá kaffikennsla.
Tyrkneskt kaffi
Espresso yfir í latte. Þessi kaffibarþjónn er ekki undir álagi.
Svona lýtur gott mjólkurkaffi út.
En þetta er tú möts
Og ef maður vill vera góður þá kaupir maður Fair Trade kaffi.
Dagurinn byrjaði ekki svo vel Jóhanna er veik og ég að reyna ná í lækni út af þessari hvelv…. nögl. Heimilislæknirinn okkar Jan Elsvor var ekki við fyrr en kl. 14. Ég hringdi í einhvern annan lækni og sagði frá vandamálinu þá var mér sagt að ég þyrfti bara panta tíma hjá Jan. Eftir að hafa hringt á allar þessar læknastofur og alltaf settur á bið þá kláraðist bara inneignin í símanum mínum. Þegar ég var á leiðinni í vinnuna fannst mér þetta vera að lagast svo ég keypti ekki inneign í símann og hætti við að hringja. Hr. Gnýr var ekki alveg í sínu besta formi í morgun og svo þegar ég ætlaði að fara með hann á leikskólann þá var sprungið á dráttakerrunni. Svo í ofanálag var ég sjáfur hálf slappur. Eina góða við morgunin að viktin sýndi tveggja stafa tölu. þannig ef ég held áfram að hjóla í vinnuna í 1 ár þá ætti ég að léttast um 43,333333 kg. sem er 300g. meira en ég ætla mér. Tek svo bara þátt í Tour de France á næsta ári.
Þegar ég kom í vinnuna bjó ég mér til engiferte drakk og varð eins og nýr maður. Svo kom yfirkokkurinn með tvær rauðvínsflöskur og gaf mér fyrir að hafa staðið mig vel síðasta laugardag í öllu ruglinu með matareitrunina. Það kom í ljós, eftir að þeir sem veiktust höfðu leitað til læknis, að þetta er einhver hrikaleg magapest en ekki matareitrun. Svo það kom þakkar/afsökunar/ hrósbréf frá þeim sem stóð fyrir hópnum og staðfesti að allt væri með felldu hjá okkur.
Svo hringdi Kasper Bürr í mig og bauð mér í partý næsta laugardag. Þetta verður vonandi góð helgi.
Kom heim kl.22. Jóhanna ekkert búinn að hressast svo að maður er bara kominn á vaktina sem sygeplejerske. Rétt eins og Miklos. Búa til engiferte handa henni og ég veit ekki hvað og hvað.
En best að skella einu jútúbi með henni steindauðu Nínu Simone ég er búinn að hlusta mikið á hana á leiðinni í vinnuna.
Dagurinn var tekinn snemma í dag mætti kl.8 sem þýðir að ég þarf að vera vaknaður 6.30 sem er ekki allveg sá tími sem ég er vanur að vakna. Eitt af því fyrsta sem ég gerði í vinnunni var að ganga frá lífrænum vörum. Þegar ég var búinn að ganga frá nokkrum vörum kom í ljós kassi sem á stóð með stórum stöfum „Lífræntræktaðar ljósar rúsínur“ og annarkassi „Lífræntræktaðar apríkósur“ Já semsagt á íslensku. Svona er nú Ísland orðið stórt og íslenska útbreytt tungumál að það er aðaltungumálið á þurrkuðum ávöxtum frá Tyrklandi. Það var nú samt enginn til staðar til að samgleðjast mér með þessa óvæntu útrás íslenskrar tungu. Vonandi gerist það bara hratt að íslenskan nái yfirhöndinni þá þarf maður ekki að hlusta lengur á: „vabeha, engangtil, nu forstor jeg ikk va du siger“.
Þegar klukkan var vað verða þrjú þá fór ég að fá kunnulegan verk í stóruránna á vinstri löpp. Svo í kvöld þegar ég hringdi á læknavaktina og ætlaði að vita hvort eitthvað væri hægt að gera þar í mínu vandamáli. Þá skyldi maðurinn í símanum ekkert sem ég sagði. Alveg sama hvernig ég sagði það. (Fattaði reyndar ekki að tala við hann á íslensku). Svo spurði hann frekar pirraður „er nokkur annar þarna sem talar betri dönsku en þú?“ Ég svaraði ja bara konan mín. Svo Jóhanna tók símann, (Jóhanna er að verða veik og var orðin hálf slöpp þegar hún talaði í símann) sagði næstum það sama og ég og viti menn, maðurinn í símanum skildi allt eins og hún væri innfæddur Dani.
Soldið langur vinnudagur í dag frá 10-21.30. Þegar ég var að hjóla í vinnuna dag kom allveg úrhellis rigning þegar ég var komin upp að Tarup og þaðan ringdi svo næstum alla leiðina í vinnuna. Þar kom útivistapakkinn sem ég keypti af Tyffa sér vel eina ferðina enn. Að ég var bara blautur í fæturnar. Maður verður að fá sér stigvél. Það er vonandi að maður komist niður fyrir 100 kg. í þessari viku af öllum þessum hjólatúrum í vinnuna. Maður náði nefnilega á sig nokkrum aukakílóum í langa sumarfríinu á Íslandi.
Rólegi kokkaneminn sem var að vinna með mér á laugadaginn síðasta (þennan strembna) gafst upp í gær og hætti. Ég á nú ekkert eftir að sakna hennar. Kemur vonandi bara einhver betri í staðinn.
þegar ég var að hjóla heim var ipodið mitt rafmagnslaust. Það er djöfulegt að hjóla í 30 mín. með enga músik í eyrunum.
Annars gerist ekki mikið þessa daga sem maður er að vinna. Þannig það er ekki mikið að skrifa um. Maður verður líka að koma sér í háttinn á að vera mættur kl. 8 í fyrramálið. nenni eginlega ekki að mæta svo snemma. En ég ræð náttúrulega engu um það.
Í tilefni dagsins er hér enn eitt jútúb með enn einum snillingnum .
Venjulegur vinnudagur í dag og eiginlega ekkert um það að segja.
Þar sem ekkert er að frétta er ég að hugsa um setja inn risa jútúb inn í staðinn með söngkonunni Miriam Makeba.
Söngkonan Miriam Makeba kemur frá Suður Afríku og syngur á Súlúmáli. Sem er eiginlega stór merkilegt tungumál. Bara svo að fólk skilji textana byrjar hér smá tungumálakennsla í Xhosa.
Hún er reyndar mest þekkt fyrir lagið Pada Pada
En ekkert sérstaklega fræg fyrir Oxgam
Í Amampondo er Miriam Makeba ekkert ósvipuð og þegar Nína Hagen verður andsetin í laginu Herman Ist High.
Þetta lag þekkja allir
Það eru reyndar nokkrir sem hafa tekið Pada Pada upp á sína arma með misgóðum árangri
.
Og síðast en ekki síst var það danska tríóið Van Gogh. Sem voru sjónvarps þættir í danska ríkissjónvarpinu um klassískt tríó vildu geta lifað á tónlistinni (Sellóleikarinn Erik sem er nýútskrifaður menntaskólanemi, fiðluleikarinn Miklos sem er hjúkrunarfræðingur og þverflautuleikarinn Annet sem vinnur í miðasölunni á lestastöðinni á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.) Tóku upp á því að spila dægurlög svo að fólk nennti að hlusta á þau. Eftir að allir umboðsmenn höfðu neitað þeim um samning. Þá kom óvænt símtal frá umboðsmönnum í Ikast sem sem höfuðu sérhæft sig í fullorðinsmyndum og vildu færa sig yfir í músikbransann. Svona gerast hlutirnir þegar menn leggja allt í sölurnar fyrir frægðina.
Rólegur fjölskyldudagur í dag. Búinn að vera frekar þreyttur eftir síðustu vakt. Fékk að sofa út allveg rosalega lengi. Þvílík tillitsemi hjá fjölskyldunni. Kaffi og „ostemad“ var góð byrjun á deginum. Svo var norska idolið í norska sjónvarpinu það er eitt það skemmtilegasta idol sem ég hef séð. Þetta mynnir mig svolítið á Bud bringeren eða Rulspóstur sem er norsk mynd frá ´98 eða ´99. Norskan er líka bara eitthvað svo frábært mál. Ég hugsa að ég get aldrei tekið neinn Norðmann alvarlega. Fórum síðan út á róló að ósk Helga og svo æfðum við hann í að hjóla, sem var líka hans ósk. Hann hjólaði með stuðningi aðalega frá mömmu sinni á Mac Donalds á Kongsgade. Það er allveg að koma hjá honum. hann þarf bara að æfa sig meira. Verst að hjólið er svo lágt að maður verður að drepast í baki og lærum að halda svona lengi við hann.
Dagurinn í dag var undarlegur dagur. Þeir sem hafa heyrt um Lögmál Mörfís (Murphy´s Law) hafa örugglega komist að það er vel hægt að taka mark á því. Semsagt dagurinn í dag var eftir því. Í gær var ég búin að lofa því að vinna aukalega í dag því kokkurinn sem átti að vinna með mér er veikur. Þannig að ég átti að vinna frá 9 – 21.30 og yfirkokkurinn ætlaði að taka mest af deginum með mér líka. Ég vaknaði kl. 7 í morgun til að geta farið í sturtu og fengið mér kaffi og það gekk nú bara ljómandi vel. Fram að hádegi gekk dagurin eftir áætlun. En kl 12. 30 komumst við að því að hlaðborð fyrir 60 manns, sem við töldum vera í kvöld, átti að vera tilbúið kl 13.30. Þannig að þá var sett í gírinn. Við náðum þessu nú samt. Þegar var komin ró á alla þá var yfirkokkurinn orðin veikur/veik með drullu og hitt. Þannig að hún sagðist þurfa að fara heim áður en hún myndi skíta sig í hel í vinnunni (hún sagði þetta bara svona, nema bara á dönsku) svo að ég var eftir með mjög nýjan nema (sem er mjög hæg stelpa). Allt gekk vel bara 54 manns í aðalrétt og dessert. Þar til einn þjónninn tjáði okkur að það átti að vera forréttur og aðalréttur. Við höfðum 50 mín. til að galdra það fram og það reddaðist. Þegar við vorum búin að afgreiða það þá kom einn þjónninn til mín og sagði mér að tveir gestir á hótelinu væru komnir með iðrakvef og vildi kanna hvort eitthvað hafi verið dúbíus á hlaðborðinu í hádeginu. En það var nú ekki. Það er bara frekar leiðinlegt að vera kokkur með hlaðborð þegar magakveisa gengur milli manna. Þegar ég og var að faxa grænmetispöntun fyrir mánudaginn, þá hringir Gunnar Þorsteinsson til að spjalla um Þýska pönkarann Nínu Hagen. Ég átti nú ekki von á því að það yrði hringt í mig langlínusímtal út af þessu nýja bloggi. En það er aldrei að vita nema einhver spanderi nokkrum krónum í að tala við mig um upp og niðurgang eða jafnvel hægðatregðu.
Að því tilefni er hér eitt vídeo með Screaming Jay Hawkins og Serge Gainsbourg (þeir sem héldu að Sniglabandið hafi átt hugmyndina af hægðatregðublús ættu að hugsa sig betur um).
Jæja nú er ég búinn að flytja þetta nýfædda blogg. Þetta er miklu flottara best að þakka Jóhönnu fyrir að benda mér pent og stundum öðruvísi, á þessa síðu. Mér finnst Nínu Hagen þátturinn minn svo skemmtilegur að ég varð að flytja gamla bloggið með Nú fer allt að gerast.
Nenni ekki að skrifa meira var að vinna lengi í kvöld og þarf að mæta kl 9 á morgun.
September 20
Það er ekki allt gott
Á síðasta mánudag keypti ég uppfærslu á ilife pakkanum fyrir appúl tölvuna. Ótrúlegt en satt þá virðist vera búið að draga úr möguleikum í vídeó klippiforritinu og er nær engöngu til að setja myndbönd á netið kannski kemur það sér vel þegar maður er nú farin að blogga. En sem betur fer er ég með gamla góða forritið ennþá þannig að þetta gengur vonandi á endanum.
Við feðgar elduðum kvöldmatinn bjuggum til pasta og bökuðum brauð. Ég spurði hann hvort hann vildi hjálpa mér að elda kvöldmatinn þegar ég sótti hann á leikskólann í dag. Hann var nú ekkert mjög spenntur fyrir því. En þegar ég sagði honum að ég ætlaði að baka brauð og búa til pasta þá var hann allveg til í það, bara ef það yrði spaghetti. Þegar hann var að valsa pastað í pastavélinni þá spurði ég hann hvort að hann haldi ekki að þetta verði besta spaghetti sem hann hefði smakkað, þá sagði hann „nei það er hjá ömmu og afa. Þannig að gastrónómisk gagnrýni frá honum verður ekki tekin alvarlega í bráð.
Ég hef svolitið verið að hanga yfir youtube í frítímanum mínum það er mér finnst það ekki bara gott heldur frábært fyrirbæri.
Um daginn rifjaði ég upp kynni mín við Nínu Hagen hina fábæru söngkonu. Fyrir þá sem að villast inn á þessa síðu og hafa áhuga endilega kíkja á þessi videó.
Mér finnst þetta allavega mjög skemmtileg og athyglisvert. (Tekur reyndar smá tíma en hafa ekki allir nóg af honum)
Hér er hún ca. 19 ára semsagt fyrir þann tíma að hún fékk titilinn Pönkdrottningin
Svo var hun krýnd óformlega aðalega í fjölmiðlum ég held að hún hafi átt það skilið.
Þessi kona er bara snillingur
þetta kannski Uppvakningurinn Frank Sinatra eða er þetta leikonan sem lék Nanny? Þetta er allaveganna ekki Geir Ólafs
Þetta allger snilld
Það fer allt í hringi meira að segja jörðin
Ef enhver vill syngja með þá er þetta textinn
Du hast den Farbfilm vergessen
Hoch stand der Sanddorn am Strand von Hiddensee
Micha, mein Micha, und alles tat so weh
Die Kaninchen scheu schauten aus dem Bau
so laut entlud sich mein Leid in’s Himmelblau
So böse stapfte mein nackter Fuß den Sand
und schlug ich von meiner Schulter deine Hand
Micha, mein Micha, und alles tat so weh
tu das noch einmal, Micha und ich geh
Du hast den Farbfilm vergessen, mein Michael
nun glaubt uns kein Mensch wie schön’s hier war ha ha ha
Du hast den Farbfilm vergessen, bei meiner Seel’
alles blau und weiß und grün und später nicht mehr wahr
Nun sitz ich wieder bei dir und mir zu Haus
und such die Fotos fürs Fotoalbum raus
Ich im Bikini und ich am FKK
Ich frech im Mini, Landschaft ist auch da – ja
Aber, wie schrecklich, die Tränen kullern heiß
Landschaft und Nina und alles nur schwarzweiß
Micha, mein Micha, und alles tut so weh
tu das noch einmal, Micha und ich geh!
Du hast den Farbfilm vergessen, mein Michael
nun glaubt uns kein Mensch wie schön’s hier war ha ha ha
Du hast den Farbfilm vergessen, bei meiner Seel’
alles blau und weiß und grün und später nicht mehr wahr
Það eru ekki allir góðir
Það getur varla verið mikið mál að vera kokkur í USA ef maður hefur svona þjón. Það er reyndar ótrúlegt hvað hann ber sig ófagmannlega á margan hátt (eins og að rétta fólki vínglas og í ofanálag að halda um belginn svo eitthvað er nefnd) en samt kaupir fólk allt þetta bull.
Hér eru linkar á þætti með Penn & Teller sem er vert að horfa á
Mér finnst íslenskt vatn gott og amerkískt vatn ógeðsleg og ódrekkandi: (sennileg einn um þá skoðunNerd) Ég hef alltaf verið veikur að drekka kranavatn í USA. (það er reyndar komið langt á annan tug ára síðan ég var þar síðast og getur verið að ég hef eitthvað harðnað síðan.) Kranavatnið í Odense er ágætt. Mun betra heldur en í Kaupmannahöfn. Allaveganna held ég örugglega að ég eða nokkur annar Íslendingur myndi falla í svona prófi.
Ef einhverjum líkar vídeóin á undan þá finnst mér þetta ekki síður athyglisvert. Það borgar sig bara að kíkja. (bannað innan 16/18 ára)
Annars er ekki mikið að frétta af mér bara búinn að vera vinna í dag. það ringdi á mig þessar 30 mínútur sem ég var að hjóla heim. Þá kom North Ice gallinn/ pakkinn sér vel, sem ég keypi af Tyffa um jólin. Ef einhver álpast inn á þessa síðu og er að spá í að fá sér útivistafatnað án þess að þurfa að borga hvítuna úr augum sér fyrir, þá mæli ég með netverslunni sem Tyrfingur er með http://www.icefin.is/netverslun/ Því það er svo billigt.
Annars á ég frí á morgun. Kannski að ég fari með hjólið mitt aftur í viðgerð. Var að ná í það fyrir viku síðan. Anskotans fíflin í þessari hjólabúð geta ekki skrúfað afturdekkið nógu vel svo að maður geti dregið vagn aftaní án þess að losa Rónna sem festir afturhjólið. Ég ætti kannski að fara eitthvað annað með hjólið. Þetta er ein sönnun þess sem Þyrnir Háfdanason, minn gamli kollegi sagði svo oft að ég fór að trúa honum fyrir rest, „það eru ekki allir góðir“. Og í gegn um árin hef ég sannfærst enn frekar um að það eru ekki allir góðir. Kannski fæ ég seinna gott tækifæri til að sanna þá kenningu enn betur.
September 17
Það er margt í mörgu en ekki nema bara sumt í sumu
Ég var einn sá síðasti á Íslandi að fá mér GSM síma. Ég er líklegast einn af þeim síðustu í Evrópu að blogga. Á stæðan er líklega sú að ég hef ekkert svo mikið til að tala um og þeim mun færra til að skrifa um.
Fyrir þá sem ekki vita (þeir eru sennilega fæstir sem nenna að lesa þetta blog þá er ég búsettur í Danmörku nánar tiltekið í miðbæ Óðinsvéa á Fjóni. Það hefur gengið á ýmsu að fóta sig hér í gamla herralandi Íslendinga. Á einu ári hef ég verið í þrem vinnum á veitingastöðum og hótelum á Fjóni. Það er búið að stela af mér 2 reiðhjólum. Og fyrir ári síðan var brotist inn í kollegi íbúðina okkar og stolið tölvunni okkar og peningum úr sparibauk sonar okkar Jóhönnu. En það er líka búið að vera gaman. Við höfum aldrei á ævinni fengið svona marga gesti í nætur-, helgar-, vikudvöl hjá okkur enda er Jóhanna búin að setja upp upplýsingahorn hér í litlu íbúðinni okkar.
Við búum á Teknisk kollegium vegna þess að Jóhanna er í Syddansk Universitet og er í Master i globalisering og intergration, sem allir Danir eru mjög heillaðir af þegar ég er spurður að því hvað konan mín gerir, og segja „ja de er smart, de er lige nu“.
Eins og flestir vita er Óðinsvé er þriðja stærðsta borg í Danmörku á eftir Kaupmannahöfn og Árósum. Kasper Bürr Kollegi minn og vinur er héðan og segir að Óðinsvé sé Danmarks største landsby eða stæðsti smábær í Danmörku. Ég efa ekki að það sé rétt hjá honum. Hér eru aðeins tveir til þrír verulega góðir veitingastaðir. Það hefur verið einn sushi bar hér í næstu götu sem er svo sem allt í lagi en fyrsti sushi veitingastaðurinn opnaði hér í vor. Það er ekki hægt að borga með íslenskum kreditkortum í verlslunum. Margt annað sveitalegt má telja.
Danskar tölur hafa verið frekar ruglingslegar fyrir mér síðan ég hóf nám í dönsku í 10 ára bekk eins og flest allir Íslendingar. Þetta er líka að vefjast fyrir Jóhönnu og hún er búinn að bölva þessu á nokkra mismunandi vegu. En nú er ég búinn fatta þetta allt saman á meðan við teljum í tugi í 10 telja danir í snes eða 20 og hálfu 20. Þetta er eitthvað frábært reiknisdæmi hjá þeim frá þeim tíma þegar það voru bara til reiknistokkar, blöð, fingur og heili til að reikna með. En af hverju gátu þeir ekki bara talið í tugum? Mín kenning er sú að Danir hafa alltaf verið rallhálfir í gegn um tíðina samkvæmt bókinni Gamla góða Kaupmannahöfn eftir Guðlaug Arason þá drakk hver heimilismaður í byrjun 17. aldar í Kaupmannahöfn 5 til10 lítra af öli hvern dag. Ef maður telur 10 fingur undir árhrifum af 5 til 10 lítra af. af bjór á mann og þá getur maður farið að sjá tvöfalt. 2×10=20 EÐA SNES.
en hvernig tre snes verður að treds og hvernig hálf fem snes verður halvfems finnst mér frekar flókið en ég vill bara kenna öldrykkju um það líka. Eitthvað eru Danir samt farnir að minnka dagneyslu af bjór og það kemur líka fram á fimtíukrónaseðlinum danska því á honum stendur femti kroner en ekki HALVTREDS.
Það er nú kanski gaman að geta þess að á leiðinni í vinnuna mína sem er 10 kílómetra hjólatúr þá hjóla ég í gegn um smábæ sem heitir Snestrup. Þýði það hver sem vill.
Þar sem ég hjóla svona langt til vinnu þá er ég farin að láta af oflæti mínu og er farin að nota reiðhjólahjálm sem er sennilega það eina rétta sem ég hef gert lengi. Ég hef alltaf hjólað mikið því mér finst þetta snilldar leið til að komast á milli staða og þegar maður hefur hjólað svona mikið þá finnst manni að reiðhjólahjálmur sé bara fyrir börn sem eru að læra að hjóla. þá er 38 ára gamall karlmaður eins og fífl með reiðhjólahjálm en þetta er örugglega eins og með öryggisbelti í bílum ég man eftir þegar þau voru lögleidd mönnum þótti ekkert kúl að nota þau.
Ég er semsagt nýbúinn að fá vinnu á ráðstefnuhóteli Ledernes konferencecenter norð vesturhluta Óðinsvéa. Það er stefna á þessu er að allt hráefni í eldhúsinu verði lífrænt á næstu fimm árum og keypt fear trade (fyrir þá sem ekki vita er fear trade, réttlát verslun með vörur frá þriðja heiminum td. kaffi, te, ávextir, korn, og fleira að framleiðendur fái rétt verð fyrir gæði vörunar.) Ég hef sjálfur verið mjög hlyntur hvoru tveggja í gegn um árin.
Það er svolítið annað að vinna með lífrænt ræktaðar vörur ef maður bakar t.d. fransbrauð þá verður það drapplitað og með mun meira bragði. Það getur oft verið meira mál að skera grænmeti sem er lífrænt en þetta finnst mér bara gaman, gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég tala nú ekki um þegar maður er sammála málstaðnum. En það er aldrei neitt fullkomið í þessum heimi
Fiskur í Danmörku er yfirleitt ekki nógu góður að mínu mati. Á þessum hótelum sem ég er búinn að vinna á hér í Danmörku hef ég þurft að láta frá mér fisk sem ég hefði ekki sett í bollur á Íslandi. Þegar fiskurinn kemur á veitingastaðina er hann oft eins og þriggja daga gamall fiskur eða fiskur sem ég myndi setja í bollur á Íslandi. Þetta fer mest í taugarnar á mér við matreiðslu hér í Danmörku, það geta víst ekki allir verið góðir. Í kvöld borðuðum samt ágætis rauðsprettu sem ég keypti hjá Ulrik, fisksalanum sem við kaupum alltaf fisk hjá staddur á móti Albani bruggverksmiðjunni sem framleiðir meðal annars Odense Bjórinn, Giraf, Faxe og fleiri ágætis bjóra. Ulrik vann í frystihúsi á Ísafirði á níunda áratugnum og talar bara ágætis íslensku og hefur ágætis fisk.
Þetta er semsagt mitt fyrsta blogg kanski það síðasta.