Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for október, 2007

Ég hef ekki gefið mér mikinn tíma til að blogga enda ekki miklu að segja frá þessa daganna. Ég hjólaði með H.G í leikskólann í morgun og hélt svo á grænmetismarkaðinn. Ég missi mig alltaf á þessum markaði kaupi allt of mikið af grænmeti, ávöxtum, pylsum og ostum að það er varla hægt að loka ísskápnum. Tengdarforeldrarnir komu um eftirmiðdaginn og verða í tæpa viku. Það lítur út fyrir að þau lendi í barnapíustörfum eins og margir sem gista á þessu gistiheimili. Ég var nefnilega settur á vakt á laugardaginn sem er akkúrat skólahelgi hjá Jóhönnu. En ég hef beðið um frí á afmælisdegi HG í staðinn 12 nóv. Svo var hringt í mig í kvöld og spurt hvort ég geti unnið á morgun því það eru tveir veikir á morgun. Þannig að þetta fer að vera eins og þegar maður var nemi fyrir fjölda ára síðan með 1 frídag og fimm vinnudaga hjá glæpamanninum Guðmundi Valtýrssyni, sem er náttúrulega ömurlegt. Það er sama ruglið allstaðar. Virðist ekki skipta máli hvort maður er að vinna á Íslandi eða Danmörku. Maður getur huggað sig við að eiga þá einhverja frídaga til góða.

Read Full Post »

Við erum búin að vera internet laus í 2 til 3 daga. Þegar ég fór að athuga málið nú í morgun sá ég að símakapallinn hafði verið tekin úr rádernum. Ég hef einn heimilismann grunaðan, það er samt ekki Jóhanna. Það er eins og maður sé handleggsbrotin þegar maður er ekki með internetið en svo þarf maður ekkert svo rosalega á því að halda þegar maður er með það.

Í dag græddum við einn klukkutíma, klukkan færðist í mínus einn tíma kl. 3 í nótt. Þetta er ótúlega asnalegt sístem sem mætti afnema. Allvegana er núna aðeins 1 klst. munur á Íslandi og Danmörku.

Read Full Post »

Það er ekkert að gerast nema vinna og sofa. Þá er best að Niels Henning Ørsted Pedersen fái smá umfjöllun. Það þekkja flestir Íslendingar NHØP þar sem hann var í flokknum Íslandsvinir. Hann var reyndar meiri Íslandsvinur en margir aðrir í þeim flokki. Hann kom oft til Íslands og átti marga vini á Íslandi. Ég var svo heppin að hafa séð tónleika með honum tvisvar. Fyrra skiptið var í Þjóðleikhúsinu á frábærum tónleikum með Tríó Niels Henning Ørsted Pedersen árið 1999 eða 2000. Ég fór með Jóhönnu konunni minni sem var að sofna yfir þessum frábæru hljómleikum hjá þessum yfirburða snillingum. Ég skil það bara enn ekki alveg í dag hvernig er hægt að sofna yfir svona gæða músik. Í seinna skiptið var á Hótel Sögu með kontrabassaleikurunum Árna Egilssyni og Wayne Darlin, Fritz Pauer á pianó og John Hollenbeck á trommur á djasshátið Reykjavíkur 2004. Í það skiptið var ég með Milen vini mínum, hann var aftur á móti vel vakandi yfir þessum snillingum. Þeir tónleikar voru teknir upp af Ríkissjónvarpinu og gerð hræðileg skil. NHØP var einn af bestu kontrabassaleikurum samtímans og spilaði með þekktustu djassleikurum í heimi eins og Miles Davis, Oskar Peterson, Sonny Rollings og fleiri og fleiri. Hann lést því miður langt fyrir aldur fram árið 2005. En Danir verða ekki aldraðir að mér skilst. (Meðalaldurinn er 78 ár ef marka má fróðleikinn í skjaldbökuhúsinu í Odense Zoo.)

Hér eru nokkur jútúp ef einhver veit ekkert um þennan danska kontrabassa snilling.

Hér er hann ásamt íslenska kontrabassa snillingnum Árna Egilssyni og Wayne Darlin fra USA.

Read Full Post »

Í nótt svaf ég næstum ekkert. Síðast þegar ég vissi var kl. 5 30 og ég þurfti helst að vakna kl. 7. Að sjálfsögðu er það þegar maður getur ekki sofnað og á að vakna snemma þá stressast maður alltaf meira og meira upp því maður getur ekki sofnað og styttri og styttri tími til að maður vakni. Dagurinn er búinn að ganga furðu vel þrátt fyrir þetta svefnleysi fyrir utan skammtímaminnið er frekar slæmt þegar maður er ósofinn. Það verst er að maður getur ekki blótað neinum eða kennt neinum um þessa svefnlausu nótt, því það var óvenju rólegt í húsinu í nótt. Best að fara sofa.

Ég held að ég kenni þessum uppvakningum bara um andvökuna.

Read Full Post »

Jóhanna kom heim í dag og þar með lauk mínu hlutverki sem einstæðum föður.  Það er líka gott að hún hafi komist heil á húfi heim. Annars var hún mjög þreytt eftir langt ferðalag. Svo skruppum við í stórafmæli til Þóreyar. Hún yngist ekkert frekar en við hin. HG hjólaði báðar leiðir og sýndi mömmu sinni árangurinn af æfingunum í haustfríinu.

Á morgun er vinnudagur, bölvað vesen að þurfa fara vinna aftur þegar maður er farinn að venjast því að vera í fríi. Maður sér bara næsta frí í hyllingum eftir 2 mánuði.   

Read Full Post »

Góður dagur

Soldið týpískur frídagur hjá okkur feðgum. Passlegt sjónvarp, tvær heitar máltíðir, tekið til, ryksugað og skúrað, farið út og leikið, hjólað og tínt upp greinar, lauf og kastaníur, horft á Stundina okkar í tölvunni. Annars er þetta ekkert týpískur frídagur. Venjulega skúrum við ekki og ryksugum eða tökum til og vanalega er bara ein heit máltíð á dag. Hin fyrri var bara til að bæta fyrir letina í gær.

Þar sem þetta er búinn að vera allt af því fullkominn dagur og vika hjá okkur feðgum þá er lag í því tilefni sem að mínu mati er á lista 100 bestu laga sem ég hef heyrt til þessa einfalt og fallegt og maður þarf ekki að syngja það vel til að það virki.

Read Full Post »

Hlutverk einstæða föðursins er ekki auðvelt. Í morgun uppgvötvaði ég að ég var kaffilaus og smá brauðlufsa eftir. (Að öllu jöfnu er kaffi og eitthvað brauð morgunmaturinn minn.) Þegar maður fer að kaupa inn með tæplega 5 ára snáða sem hrífst af öllu sem hann sér og vill kaupa þetta og hitt og maður segir nei, ekki núnna, skilaðu þessu aftur þar sem þú tókst það, ca. 73 sinnum. Þá ruglast maður bara í ríminu og gleymir því nauðsynlega sem maður ætlar að kaupa eins og kaffi og margt annað. Svo í morgun reyndi ég að fá strákinn út í bakarí til að kaupa kaffi og brauð en hann var svo spenntur yfir barnaefninu í sjónvarpinu að ég nennti ekki að djöflast í honum. Fyrst sjónvarpsefnið var svo gott að kaka gat ekki slegið það út, þá ákvað ég að leyfa honum að horfa á það. Svo ég gerði mér að góðu gamalt brauð og appelsínusafa í morgunmat. Svo um hádegisbilið dröttuðust við út í búð til að kaupa það sem til þarf á heimilið en gleymdi að kaupa mjólk, plastfilmu og álpappir.

Í kvöld náði letin yfihöndinni. Við ætluðum að hafa hamborgara í kvöldmatinn. Ég nennti svo ekki að standa í þessu, svo við ákváðum að labba yfir á Mc.Donalds. Nú er maður með næringafræðilegt samviskubit, hamborgari, franskar og kók er ekki það hollasta. Ekki fyrir mig og alls ekki fyrir strákinn. En nú er til kaffi á heimilinu kanski verður morgundagurinn betri. Annars er laugadagur þá má sukka svolítið ekki satt? Hlökkum bara til að þessari útlegð hjá Jóhönnu fari að ljúka.

Read Full Post »

Við feðgar fórum í dýragarðinn í dag og eyddum þar mest öllum deginum. Áður en við fórum var ég búinn að segja við H.G að við myndum ekki kaupa neitt dót eða ís. Bara svo það væri á hreinu. Þetta gekk allt vel í ca. 2 klst. eða þar til við fórum  framhjá einum íssöluturninum spurði hann mig hvort við ættum ekki að skemmta okkur, það eru allir að skemmta sér. Ég spurði hvort við værum ekki að því, við værum í dýragarðinum. Svarið var nei, við erum ekki með ís. Maður getur nátturulega ekki bakkað í svona aðstæðum. Þegar maður er búinn að semja um eitthvað þá gildir það. Svona er reynt að spila með mann allan daginn. Kannski af því að það er venjulega svo auðvelt. Hann á svo veikgeðjaðann pabba. En ekki í dag.

Í fyrsta skiptið síðan ég keypti stafrænu myndavélina mína fyllti ég mynniskortið í dag. (Þetta er 4 gb Hitachi kort sem er reyndar búið að safna í sig myndum síðan í sumarfríinu í júlí). Það furðulega var að það eyddust myndir sem ég tók í gær og fyrstu 20 myndirnar komust ekki inn á kortið. Þetta er frekar pirrandi, þó myndefnið hafi ekki verið óbætanlegt. Ég tók síðast úr kortinu í gær, þó að nokkrar apa- og gírafamyndir tapast breytir það ekki mínu lífi. Maður er bara meira með á hreinu hverju má treysta í framtíðinni.

Jóhanna hringdi í kvöld. Símasambandið frá Jórdaníu er á nútíma mælikvarða gott. Hún er mjög hrifin af Jórdaníu en hún getur lýst því mun betur en ég.

Ég held að ég sé búinn að finna Idol sem slær út því noska. Það er pólska

Read Full Post »

Lítið, rólegt, gott

Það er ekkert að frétta af okkur feðgum. Við eyddum deginum eignlega í vitleysu eins og að horfa á Svamp Sveinsson í sjónvarpinu, smá búðarferð og róló. Við stefnum að því að bæta úr þessu með Dýragarðsferð á morgun.

Jóhanna er kominn til Jórdaníu og skánaði víst eitthvað eftir að hafa fengið bílveikistöflu. Þannig að Jóhanna er heil á húfi með batnandi líðan.

Read Full Post »

Í dag bættum við feðgar ágætlega fyrir letidaginn í gær. Við ætluðum á 11 sýningu á Gullhornunum en þar sem við ákváðum að labba í bíó mistum við af henni en fórum í 12 bíó í staðinn á sömu mynd. Þetta er skemmtileg ævintýramynd sem fjallar um þegar Þór, Heimdallur, Loki og Iðunn eru send af Óðni til Miðgarðs (mannaheima) til að bjarga Gullhornunum. H.G. fannst upphafslagið í myndinni vera fallegt, byrjunin á því mynnir svolítið á Ramstein. Eftir sýninguna fórum við á bókasafnið og fengum nokkrar bækur að láni. Fórum svo heim að borða hádegismat kl 15.30. Það er ekki eins algengt blanda saman morgunmat um hádegismat (Brunch) að ég man ekki að það hafi fengið neitt sérstakt nafn en það má bæta úr því eins og með hákaffi eða hádrekkutími. Svo tóku æfingar á tvíhjólið, í frábæru haustveðri, sem gengu mjög vel í þetta skiptið. Nú þarf bara að venja sig á bremsurnar. (Nokkrar myndir hér til hliðar).

Af Jóhönnu er allt ágætt að frétta nema henni líður hálf illa í hitanum. Hún hringdi í mig í gær en það var allveg skelfilegt samband. Í dag fékk ég SMS þar segir hún að Sýrland hefur fengið að finna fyrir gamalli bílveiki sem gerði vart við sig, í rútu á leiðinni Milli Jórdaníu og Sýrlands. Annars hefur hún látið vel af ferðinni til þessa. Frekari ferðalýsingar verða örugglega á hennar bloggi eftir tæpa viku.

Read Full Post »

Older Posts »