Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for nóvember, 2007

Það er búið að vera freka mikið að gera í vinnunni, Það er mest að gera núna og svo aftur í mars, apríl og maí. Núna eins og staðan er þá vantar einn kokk og 2 smurbrauðsjómfrúr. Þar sem yfirkokkinum fannst réttast að segja tveim upp því þær vildu ekki taka kvöldvakt svona af og til. Ekkert sérstaklega gáfulegt. Þannig að ég er búinn að vinna 200 tíma í þessum mánuði, eitthvað sem ég hef ekki gert í fjöldamörg ár. En ég er bara að vinna til 15. desember og er þá kominn í jólafrí til 7 janúar og verð þá kominn í viku í mínustíma. Þegar það er svona mikið að gera og álagið er á fáa þá eru meiri líkur að hlutirnir fari úrskeiðis. Í gær voru 250 manns í hádegis hlaðborð sem saman stendur af fjórum köldum og fjórum heitum réttum sem sagt 2 fisk-, 4 kjöt- 2 grænmetisréttir og salöt. Heiti fiskrétturinn var djúpsteikt rauðspretta í raspi (einn af þjóðarréttum Dana). Eins og allir vita þegar maður er búinn að djúpsteikja rauðsprettu í raspi sigta eða henda olíunni og eftir situr salli í bottninum á djúpsteikingarpottinum þegar olían er runnin niður úr pottinum. Einhverja hluta vegna gleymdi Nicolai, kokkurinn sem var með mér á vakt, því að ég hafði tæmt pottinn og ætlaði að þrífa hann um kvöldið með öllu hinu. Honum datt allt í einu í hug að djúpsteikja kartöflur fyrir staffið og kveikti á djúpsteikingarpottinum og eftri smátíma stóðu eldtungurnar upp úr pottinum. Nicolai kom til mín og spurði alveg rólegur „hvernig slekkur maður svona eld í djúpsteikingarpotti“. Ég rölti að pottinum og tók olíuna undan pottinum og reyndi svo að kæfa eldinn með lokinu af pottinum en það dugði ekki til. Eftri árangurslausar tilraunir við að kæfa eldinn og töluverðar vangaveltur þá ákváðum við að hella bara vatni í pottinn því við sáum að eldurinn var bara í raspinum sem lá í botninum en ekki í neinni olíu. Og það tókst. Það er ágætt að við Nicolai erum ekki í slökkviliðinu. Hmm, hvernig slökkvum við þennan eld?

Read Full Post »

Þá er íbúðin tryggð, við erum búin að borga (á síðustu stundu) tryggingu og innborgun. Við erum búin að taka lítinn sendibíl hjá Driveon á leigu helgina í 49. viku. Fór og keypti 20 fluttningskassa í dag, lakk og sandpappír. Ég ætla nefnilega að reyna gera við smá lakkskemdir á stofugólfinu. Verð örugglega í beinu símsamabandi við pabba til að fá leiðbeiningar. Vona að þetta takist svo það þurfi ekki að pússa allar gólffjalirnar upp á okkar kostnað. Það var smá mál að koma þessum 20 fluttningskössum í vagninn hans H.G. þar sem þeir eru 20 cm lengri og breiðari en vagninn en það tókst vonum framar. Svo verður maður að nota þessu fáu frídaga til að pakka, lakka, þrífa og pússa svo maður verður klár að flytja föstudaginn 7. des.

Read Full Post »

Þá er ágætri vinnuhelgi lokið það er helvíti langt síðan ég hef unnið svona langa helgi, 39 tímar undirmannað og mikið að gera, er orðin ansi þreyttur eftir það. Svo var ég svo heppinn að næla mér í kvef, sem er að hrjá mig núna. Í bókinni um mannslíkamann sem H.G á stendur að maður kyngi því sem nemur 1 glasi af hori á hverjum degi. Þannig geri ég ráð fyrir að það sé aðeins meira þessa daganna hjá mér en það. En þegar maður les svona upplýsingar þá vakna spurningar eins og hver mælir svona? Er einhver í vinnu við það mæla þetta í 100 eða 1000 einstaklingum og taka svo meðaltal? Hvernig er þetta mælt? Hverjum gagnast svona upplýsingar? Það er nú margt sem maður ekki veit.

Read Full Post »

5 góð ár

Já það eru fimm ár síðan H.G. fæddist og því var haldið upp á það með pompi og prakt í dag. Leikskóladeildin hans ásamt 3 leikskólakennurum komu stundvíslega kl. 10 í afmælið. Þegar það var búið fórum við í verslunarmiðstöðina hér í bæ Rosengårdscentret til að kaupa afmælisgjöfina sem er Build a Bear kóalabjörn sem hefur fengið nafnið Óli. Þetta afmæli lukkaðist bara ansi vel þó ég hafi verið svartsýnn á pláss í þessari tæplega 70 m2 íbúð sem við búum í. En nú er um að gera að fara hvíla sig eftir erfiðan en ágætan dag.

Read Full Post »

Þá erum við búin að skrifa undir tilboðið á Falen 39 1. th. Það verður gott að komast af þessu skíta kollegi.

ibud1.jpg

Hér er teikning af íbúðinni

Dagbjört er að fara koma til okkar í dag og ætlar að taka þátt í afmælishátíðinni sem verðu næsta mánudag. Nóg að gera fyrir hana eins og alltaf þegar hún kemur í heimsókn.

Teiknimyndir eru farin að hafa mikil áhrif á son okkar Jóhönnu sérstaklega í tilsvörum og hugmyndum um lífið. Í morgun sagði hann: „þegar maður svitnar þá er á maður að setja blautan hund undir hendurnar“. Um daginn þegar amma hans og afi voru hér í heimsókn, ég og Jóhanna vorum í einhverju letikasti og vorum allveg að sofna bæði þá spurði afi hans hvort að hann vildi nú ekki syngja eða lesa fyrir foreldra sína og svæfa. Svarið kom stax: „Nei, það var ekki í starfslýsingunni.“ Ég held ég taki hann með mér næst í kjaraviðræður.

Ég heyrði lagið Monster af sólóplötu Hlyns Ben í gærkvöldi. Þetta er eitt mest grípandi, íslenska lag sem ég hef heyrt lengi. Gott rokklag sem minnir óneitanlega á Jet Black Joe, Metallica og þess háttar hljómsveitir. Ég verð mjög hissa ef þetta lag verður ekki vinsælt á Íslandi. Mig langar allaveganna heyra meira af þessarri plötu.

Read Full Post »

Gott já

Við erum búin að segja já við tilboðinu um Falen 39 1.th. og ég geri fastlega ráð fyrir að við fáum íbúðina því við vorum nr. 1 á listanum sem tilboðið var sent til. Það lítur semsagt út fyrir smá auka vesen í desember. Það er hvort eð er svo rólegur mánuður.

Í gær héldum við mini afmæli fyrir H.G. því afi hans og amma eru í heimsókn og fara á morgun. Við buðum því Þórey og Atla og krökkunum í mat í gærkvöldi. En næsti mánudagur verður ekki svona rólegur eins og í dag því þá koma krakkarnir á leikskólanum í afmælið hans, á hinum raunverulega afmælisdegi. Það verður spennandi að sjá hvernig við komum þessum krökkum hérna fyrir.

Read Full Post »

Aukavinnan er að sliga mig þessa daganna. Svona er þetta helvíti.

Í gær fórum við að kíkja á íbúð sem við fengum tilboð um síðasta miðvikudag hjá Arbejdeners Boligforening og aldrei þessu vant erum við nr.1 á listanum sem þýðir að við fáum íbúina ef við segjum já. Það skrítna er að við sóttum ekkert um þessa íbúð, allavegana munum við ekkert eftir því. Þessi íbúð leit ágætlega út og liggur við Falen nr. 39, rétt hjá leikskólanum hans H. Og er innan fjarlægðar marka sem Jóhanna hefur sett sér. Svo er bara spennandi að sjá hvort við tökum þessa íbúð eða ekki. Við þurfum að svara kl.12 á mánudaginn. Ég er farinn að sjá fram á svefnsamar og partílausar nætur, rólega nágranna og minkandi þjófhræðslu á heimilinu í húsi sem hefur ekki heilann íþróttasal í kjallaranum sem er notaður af miðaldra kellingum á daginn og sem körfubolta/ fótbolta völlur á kvöldin með tilheyrandi dinkjum og skellum. Ég á heldur ekki eftir að sakna þess þegar fólk athugar í póstkassanna sína á öllum tímum sólarhringsins eða þeirra sem stoppa fyrir utan svefnerbergisgluggann okkar til að spjalla, þegar komið er af djamminu. Eða allra þessara þroskaheftu fávita sem hafa safnast saman í þetta hús allstaðar af úr heiminum. Þó hlakka ég ekki sérstaklega til fluttninganna sjálfra. Sjáfboðaliðar óskast hér með frí gisting og ódýr matur í boði.

Read Full Post »