Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for desember, 2007

Góð jól til allra

Óska öllum gleðilegra jóla reyni að hitta sem flesta á milli jóla og nýárs. Þó er nokkuð ljóst að maður nær ekki að hitta alla. Sérstakar óskir um hitting eru teknar í síma 6937103.

Read Full Post »

Þá er maður búinn að vera á Íslandi í 4 daga . Búinn að gera afskaplega lítið mánudagskvöldið fórum við að heilsa upp á mömmu og pabba. Á þriðjudag vildi H.G endilega heimsækja Nóa frænda sinn sú heimsókn verður endurtekin á morgun. Í gær voru keyptar nokkrar jólagjafir farið í nudd og svo slappað af. Í dag hitti ég Ottó í 3 korter og svo vorum við boðin í mat til Steinunar og Stefáns sem var mjög stutt líka, þrátt fyrir bragðgóðan mat, því Jóhanna þurfti að fara í klippingu til Sigrúnar og þar er hún nú. Geri ráð fyrir að fólk hafi ekki mikinn tíma svona rétt fyrir jól svo ég reikna með heimsóknamaraþoni milli jóla og nýárs.

Read Full Post »

Loksins tími til að skrifa blogg. Það er helv. langt síðan ég skrifaði síðast en það hefur skapast af tímaleysi. Þann 8. des fluttum við frá Jagtvej 59 til Falen 39 1.th. Það vildi svo skemmtilega til að íbúðin var ekki tilbúinn þegar við áttum að fá hana 3. des.  Sá sem var í íbúðinni á undan hafði ekki fyrir því að þrífa hana eftir 16 ára reykingar. Og svo kom í ljós að við áttum að mála íbúðina sjálf. Við fengum sem betur fer hjálp hjá Þórey og Atla (Þetta er annað skiptið á 1 1/2 ári sem við níðumst á þeim við að hjálpa okkur að flytja) Þegar við áttum aðeins eina ferð eftir þá skellti ég aftur hleranum á sendibílnum sem við leigðum á hausinn á mér og ég fékk risa gat á hausinn og beið í 5 tíma á slysó til að láta sauma 7 spor. Við kláruðum því að flytja restina á sunnudaginn fyrir viku. Á mánudeginum átti að koma hreingerningafólk til að þrífa íbúina en þá komu 2 konur sem sögðust bara eiga þrífa flísarnar á baðherberginu og skápana í eldhúsinu. Sú sem þreif elhúsið sá að ískápurinn lak svo við fengum nýjan ísskáp en það vildi svo til að sá ísskápur var bara heitur og virkaði ekkert. Við náðum ekki að skila honum fyrir helgi.  Svo er ég búinn að vera á ofur vöktum frá 1 des. ég fékk fyrst tíma síðasta föstudag til að þrífa veggina og loftin. Það eru myndir af þvottavatninu eftir loftið og einn vegg í stofunni á blogginu hennar Jóhönnu. Svo fór laugardagurinn í að mála og fyrriparturin í gær. Það má segja að þetta hefur ekki allveg spilað fyrir okkur.Í gærkvöldi var jólafrokost sem var reyndar 5 rétta matseðill. Núna er ég kominn í frí og kominn til Íslands.

Read Full Post »

Í gær fékk ég óvæntann launa bónus upp á 6000 kr. (danskar) sem urðu á sama andartaki að 3200 þegar hið opinbera var búið að fá sinn hluta af þessari launauppbót.

Núna er búið að pakka í 10 kassa. Ég og H.G. fórum og náðum í 30 nýja fluttningakassa í dag. Á meðan Jóhanna var í skólanum. Við tókum leigubíl í þetta  skiptið, ég held að það hafi gengið betur um daginn á hjólinu. Við pöntuðum stóran leigubíl til að ná í kassana. Þegar við vorum komnir í búðina, eftri að hafa verið með óvenju pirraðan kvenkyns leigubílstjóra, þá var búðin lokuð tímabundið svo við losuðum okkur við þennan leigubíl og önuga bílstjóra. Við fórum í staðinn í Jem og fix, sem er rétt hjá kassabúðinni, til að kaupa filter í eldhúsháfinn. Þegar við vorum að bíða eftir afgreiðslu þá sá ég að það voru frystikistur á tilboði svo það endaði með því að ég keypti 184 l. frystikistu á 2200 kr. þannig að þá voru 1000 kr.eftir af aukagreiðslunni, (Smá meira til að flytja næsta föstudag).  Jóhanna var svo glöð þegar hún heyrði af kaupunum að hún vonaði um leið að það væri innstunga í geymslunni sem fylgir nýju íbúðinni. (Sem er akkúrat fyrirhugaður staður fyrir frystikistuna) Þegar við vorum búinir að kaupa filterinn og frystikistuna gengum við yfir í fluttningakassabúðina og fengum kassa. Hringdi svo og pantaði skutbíl til að keyra okkur með kassana. Eftir 20 til 30 mín. bið eftir leigubílnum kom leigubíllinn með sallarólegum leigubílstjóra sem lagði leigubílnum 30 metrum frá búðinni svo ég bar 20 kassa að bílnum og þegar ég kom með restina af kössunum var hann búinn að leggja aftursætin niður og búinn að koma kössunum fyrir.  Ég spurði hvort hann væri ekki með á hreinu að við ætluðum með. „Jú jú“ sagði hann og benti mér á að H.G. gæti sitið á sætunum aftur í. Ég benti honum á að það væru ekki nein belti aftur í og það endaði með því H.G sat í framsætinu og ég sat afturí. Ég lagði ekki í að bíða eftir öðrum leigubíl. Þessi leigubílstjóri var svo ánægður með okkar félagskap að hann fór lengstu mögulegu leið með okkur heim. Eftir þennan leiðindar leiðangur fórum við H.G.hjólandi í slagveðri í dótabúð á Mc donalds og svo í bíó á myndina Surf up, sem var ekki alveg eins leiðinleg og ég ímyndaði mér en ég notaði tækifærið og lagði mig aðeins. við vorum u.þ.b. 3 korter heim með mótvind og löbbuðum svo við náðum ekki í búð til að kaupa í kvöldmatinn þá var það Sönset Búlluvard fyrir valinu í kvöldmatinn. Nú eru aðeins -50 kr eftir af þessum aukalaunum. Maður er alltaf að græða.

Read Full Post »