Jæja það er fjórði frídagurinn minn í dag og þessi verður rólegur. Það lítur út fyrir að H.G sé að kvefast svo hann verður inni í dag. Í gær fórum við í Løvens hule (ljóna gryfjuna) sem er hér í næsta nágrenni. Ég fór með H.G. þangað fyrir rúmu ári síðan og undanfarið höfum við farið oft þarna framhjá og hann hefur beðið um allan janúarmánuð að fara aftur í þessa holu. Ég er aðalega hissa að hann muni eftir þessu húsi. Ég var allaveganna búinn að gleyma því hvernig þetta var. Þetta er frábær staður fyrir börn en eins og blanda af læknabiðstofu og rútubílastöð fyrir foreldra. Leiksvæðið er að sjálfsögðu aðalega fyrir börnin en fullorðinir meiga fara inn að hjálpa börnunum sínum. Þarna eru gömul tímarit sem maður hefði ekki áhuga á að lesa þó þau væru ný, óþægileg sæti, sjoppa með hamborgurm, samlokum, pylsum, sælgæti og ólystugu kaffi. Ég held að ég mæli með dýragarðinum eða H.C. Andersen húsinu næst eða bara leikvöllinn. Síðasta sunnudag buðum við Þórey, Atla og krökkunum í kvöldmat. Þar sem bóndadagur var á föstudaginn síðasta sem ég komst að þegar ég fékk blóm frá frúnni þegar ég kom heim úr vinnunni. Þá var hálfgerð þorramatsstemmning, harfiskur, lambakjöt og skyr. Það er nú ekki alveg pláss fyrir svona marga í mat þannig að krakkarnir borðuðu bara í stofunni og við inni í eldhúsi. Ég held að það hafi nú bara gengið ágætlega upp þrátt fyrir það. Á laugardeginum tók Jóhanna próf (og náði því), á meðan fórum við feðgar á Skógardýrið Hugo sem er ekki uppáhalds skógardýrið mitt svo ég lagði mig aðeins í seinnihluta myndarinnar og var kominn í draumsvefn þegar myndin var búinn. Það má kannski líka um kenna mikilli vinnu undanfarið. Laugardagskvöldið fór að stórum hluta í að horfa á skemmtiefni fyrir sjónvarp á þúskjá. Hér að neðan eru sýnishorn ef einhver hefur áhuga.
Faldar japanskar myndavélar.
Japanskur skemmtiþáttur.
Og svona er belgískt skemmtiefni.