Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for febrúar, 2008

Í gær var ég að vinna með Jacob Thysturp í síðasta skiptið því hann ætlar að fara elda á lúxussnekkju í Frakklandi. Hann er helvíti flínkur kokkur og var gott að vinna með honum. Synd að hann skyldi hætta. Þó hann skildi sjaldnast það sem ég var að segja. Það er ekki hægt að segja að starfsfólk haldist vel í vinnu á þessu hóteli. Síðan ég byrjaði í ágúst eru fjórir búinir að hætta og milklar líkur að fimmta starfsmanninum verði sagt upp á næstunni. Svo er spurning hvað arftaki Jacobs endist lengi. Annars er ég að spá í að skella mér á Food Expo í Herning þó ég nenni varla að fara svona langt. En þar sem eru mörg ár síðan ég fór á matvælasýningu reikna ég með að fara.  Það er bara eitthvað svo yfirþyrmandi að vera á svona stórum sýningum og fátt áhugavert. En kannski verður eitthvað nýtt og áhugavert.

Í gær fengum við sent yfirlit fyrir húsaleigubæturnar. Tæplega þremur mánuðum eftir að við fluttum. Við H.G. fengum okkar lögheimili seinna flutt hingað vegna mistaka í kerfinu. Við lagfærðum það snemma í janúar. Þessi mistök gerðu það að verkum að við fengum engar barnabætur í janúar því í kerfinu var eins og við Jóhanna værum skilin og ég og H.G. byggjum saman. Þar sem ég vissi ekkert um þennan kerfisbundna hjónaskilnað minn sótti ég ekki um það sérstaklega að fá barnabæturnar sem einstæður faðir og því komu þær bara ekkert. En þetta er allt komið í lag. Við fengum barnabæturnar í þessum mánuði í staðinn. En þetta undalega danska kerfi lækkaði húsaleigubæturnar um 1000 dkk. Því við það að flytja í minna og ódýrara húsnæði, spöruðum við 1000 dkk í húslegu á mánuði.  Maður græðir því ekkert á því að spara hér í Danalandi. Ef ég fæ kauphækkun t.d. 1000 dkk. þá reikna ég með að ég fái í besta falli ekkert útúr því. Skatturinn tekur 50%, persónuafslátturinn minkar og húsaleigubæturnar lækka eða hverfa. En þær eru orðnar svo litlar að það skiptir kanski ekki máli. Og líklegast hækka leikskólagjöldin. Þetta er bara ótrúlega flókið og skrítið velferðakerfi. Þó það sé ekkert frábært á Íslandi þá er það einhvernveginn miklu gegnsæjara og auðskildara.

Read Full Post »

Það er búinn að vera rólegur mánudagur nýtti smá tíma til að klippa vídeó, sem ég ætlaði að vera búinn að gera í haust, þegar ég var að bíða eftir kúnnasörvís í Danskebank. Ég beið örugglega í 20 mínútur eftir að fá þjónustu. Þetta símtal tók tæpar 40 mín. í heildina. Ástæðan fyrir þessu símtali var að Danskebank er búinn að breyta allri innskráningu í netbankann. Og ég klúðraði því öllu um daginn þegar ég ætlaði að borga reikninga í tímaþröng fyrir nokkrum vikum. Enda kom þessi breyting mjög flatt upp á mig vesælann reikningsgreiðandann. En í dag hafði ég tíma í að laga þetta. Ég fann það nú að maðurinn var orðinn svolítið pirraður á mér þarna í símanum því þetta gekk ekki vel í byrjun. Annars skil ég vel að menn pirrist í svona vinnu. „sérðu þetta þarna vinstrameigin á síðunni, já klikka í það, hvað kemur þá upp, stimpla inn þetta númer, hmm virkar þetta ekki????. En engu að síður er hægt að sjá afrakstur biðinnar í dálknum H.G.V. lærir að hjóla. Ef einhver hefur áhuga.

Read Full Post »

„Ég veit þú ert voða mikið krútt en ég skil ekkert hvað þú ert að segja“ er setning sem H.G. er með á heilanum og notar óspart á okkur foreldrana. Hversu mikil „krútt“ við erum skal ósagt látið en það er kanski hans skoðun.

Ég er búinn að kveikja á útvarpinu (þessu sem Jóhönnu finnst svo ljótt) þrisvar sinnum í dag og slökkt á því jafnhraðan aftur.  Það er óeðlilegt hvað útvarpið hér á Fjóni er leiðinlegt flest allar stöðvarnar er eins og Bylgjan nema DR er eins og Ríkisútvarpið heima þegar það er sem verst. Ég skil bara ekki hvernig er hægt að hafa svona margar stöðvar en allar eins.

Við fengum okkur göngutúr seinnipartinn í dag. Bara hérna í hverfinu til að fá frerskt loft. Hérna rétt hjá er frístundahúsa hverfi. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta litlir kofar með stórum garði sem oftast er notaður til ræktunar ýmissa matjurta og annara plantna.  Svona hverfi er að finna næstum í öllum hvefum í öllum bæjum hér í danmörku og eru eflaust leifar frá gamalli tíð. Það er bara eitthvað svo skrítið að hafa svona hverfi í miðbænum.

Það er bara svo margt sem maður skilur ekki við þessa Dani þótt þeir geti verið voða mikil „krútt“

Read Full Post »

Gott grín, vond veiki

Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið pirrað á þessu ítalska djóki.  Kannski hafa aðrir fengið meira af þessu en ég.  Það var bara einn Ítali sem hefur sent mér ummæli. Ég hef  aftur á móti tekið þessu vel og nú þegar sent viðkomandi „vina könnun“ einhverskonar Gallúpkönnun sem ég fékk sent frá Birgi í gær. Hún er að sjálfsögðu á íslensku svo ég reikna ekki með að fá hana endursenda.  Ég hef bara gaman af svona bulli.  

Kvefið sem hefur hrjáð hina 2 heimilismeðlimina hefur náð til mín líka. Það er frábært eftir að hafa verið að vinna alla vikuna svo þá getur maður eitt helginni hér heima í veikindi. Þetta er náttúrulega verst fyrir H.G.  sem er búinn að vera inni mest alla síðustu viku í vetrafríi í leikskólanum. Því mamma hans er búin að vera veik og er reyndar enn, en hún fór samt í skólann í dag og ætlar á morgun. Svona leikur lukkan við okkur þessa daganna.

Read Full Post »

Prins póló er gott

Var rétt í þessu að klára síðasta Prins pólóið á heimilinu. Ég skipti því í þrjá parta einn fyrir hvern fjölskyldumeðlim Jóhanna gaf mér sinn bita en H.G. þáði sinn. Það er sorglegt að það er ekki til Prins póló hér í Danmörku.

Ég hef fengið ummæli frá ítala sem var að dást af myndinni minni.  Mér skilst að þetta sé eitthvað bloggtrend á Ítalíu.  Því hef ég ákveðið að taka fullann þátt í þessarri tískubylgju.  

Read Full Post »

Ég var ekkert var við óeirðir í gærkvöldi eða í nótt. Kanski var það hnerrinn og nasapústið hjá Jóhönnu sem yfirgnæfði hávaðann. En ég kvarta ekkert yfir því. H.G. er bara orðinn hress þrátt fyrir hor í nös. Ég bauð honum að koma í bíó í dag en hann hafnaði boðinu, vildi bara vera heima. Kanski er maður orðinn svona leiðinlegur bíókamerat þar sem maður hefur sofnað á myndunum sem maður fer á  með honum. Það er fleira með heilsubrest en mannfólkið á heimilinu. D-link ráterinn hagar sér afar einkennilega. Hann virkaði fínt í kollegí íbúðinni en virkar bara að hálfuleiti hér. Hann sendir signal í tölvurnar en engin gögn. Ég er búinn að gera allt sem ég get, endurræsa ráterinn, núllstilla, og setja upp aftur. Það lítur út fyrir að maður þurfi að kaupa nýjan ráter. Það er bara svo skrítið að hann bili bara við það eitt að fara í annað hús. En svona getur tölvutæknin verið óþolandi og fjárkrefjandi.

Read Full Post »

Í gærkvöldi var H.G. mjög slappur og var mjög ólíkur sér með 39°c hita og fór svo að kvarta undan verk í hnakkanum svo við drifum hann á læknavaktina því við vildum fullvissa okkur að hann væri ekki með heilahimnubólgu. Það var sem betur fer ekki raunin. Við erum kanski hálf móðursjúkir foreldrar en það er skárra en að vera kærulausir foreldrar. Í morgun vaknaði minn maður þvílíkt hress (allavegana miklu hressari en ég) hitalaus og sprækur leitandi af tölvuleik með Kalla Kanínu sem fylgdi Séríóspakka fyrir löngu síðan. Sá leikur er lögnu orðin ónýtur og var fargað fyrir nokkru án minnar eða H.G. vitundar.  Það tók smá stund að útskýra þetta fyrir H.G. Núna er mamma hans orðin veik og löggst í rúmið. Allveg er ég til í að losna við þessa pest en líklega er ég næstur með hana.

Read Full Post »

  HG. er búinn að vera kvefaður og með hita síðan á þriðjudaginn og er frekar slappur núna. Svo slappur að hann gekk sjálfur inn í rúm rétt fyrir kvöldmatinn og lagði sig og sefur þar nú. Það er mjög ólíkt honum því hann vill helst vera á fullu allan daginn. Jóhanna er búinn að vera heima með hann því ég er búinn að vera að vinna. Reyndar kom ég snemma heim í gær og í dag svo hún komst aðeins út. 

Inngróin tánögl á hægri fæti er búin að plaga mig frá því upp úr áramótum. Jóhanna er búin að segja mér að fara til læknis út af þessu í 4 til 5 vikur.  Síðast þegar ég leitaði til læknis út af þess háttar kvilla beið ég í 3 vikur til að fá eithvað gert í þessu. Síðasta mánudag var ég einfaldlega að drepast í tánni og hringdi í lækninn minn Jan Elsvor. Ég fékk tíma klst. seinna  Hann sá sig knúinn til að gera snögga aðgerð á tánni. Þetta var samskonar aðgerð og var gerð við mig í sumar á Íslandi á sama fæti. En honum lukkaðist ekki að deifa tánna eins vel og íslensku læknsnemunum, svo þetta var ólýsanlega sárt sér í lagi af því táin var mjög aum fyrir. Í gær var ég ennþá að drepast í tánni. Mig langaði ekkert sérstaklega til læknisins aftur svo ég tók málin í mínar hendur og náði í petikjúr græjurnar hennar Jóhönnu og náði naglarflís á stærð við blýandsodd fremst úr tánni.  Svo nú vona ég að mínum tá hremmingum sé lokið.

Read Full Post »

Bolludagur er góður

Bolludagur í dag. Við héldum upp á daginn með að fara með hr. H.G. í leikskólann á Fastelavn (sem er blandaður Ösku- og Bolludagur hjá Dönunum), bollum sem bakaðar voru í gær og kjötbollum í kvöldmatinn.

En svo var þetta í leikskólanum í morgun.

Nánari skýringar

Read Full Post »