Í gær var ég að vinna með Jacob Thysturp í síðasta skiptið því hann ætlar að fara elda á lúxussnekkju í Frakklandi. Hann er helvíti flínkur kokkur og var gott að vinna með honum. Synd að hann skyldi hætta. Þó hann skildi sjaldnast það sem ég var að segja. Það er ekki hægt að segja að starfsfólk haldist vel í vinnu á þessu hóteli. Síðan ég byrjaði í ágúst eru fjórir búinir að hætta og milklar líkur að fimmta starfsmanninum verði sagt upp á næstunni. Svo er spurning hvað arftaki Jacobs endist lengi. Annars er ég að spá í að skella mér á Food Expo í Herning þó ég nenni varla að fara svona langt. En þar sem eru mörg ár síðan ég fór á matvælasýningu reikna ég með að fara. Það er bara eitthvað svo yfirþyrmandi að vera á svona stórum sýningum og fátt áhugavert. En kannski verður eitthvað nýtt og áhugavert.
Í gær fengum við sent yfirlit fyrir húsaleigubæturnar. Tæplega þremur mánuðum eftir að við fluttum. Við H.G. fengum okkar lögheimili seinna flutt hingað vegna mistaka í kerfinu. Við lagfærðum það snemma í janúar. Þessi mistök gerðu það að verkum að við fengum engar barnabætur í janúar því í kerfinu var eins og við Jóhanna værum skilin og ég og H.G. byggjum saman. Þar sem ég vissi ekkert um þennan kerfisbundna hjónaskilnað minn sótti ég ekki um það sérstaklega að fá barnabæturnar sem einstæður faðir og því komu þær bara ekkert. En þetta er allt komið í lag. Við fengum barnabæturnar í þessum mánuði í staðinn. En þetta undalega danska kerfi lækkaði húsaleigubæturnar um 1000 dkk. Því við það að flytja í minna og ódýrara húsnæði, spöruðum við 1000 dkk í húslegu á mánuði. Maður græðir því ekkert á því að spara hér í Danalandi. Ef ég fæ kauphækkun t.d. 1000 dkk. þá reikna ég með að ég fái í besta falli ekkert útúr því. Skatturinn tekur 50%, persónuafslátturinn minkar og húsaleigubæturnar lækka eða hverfa. En þær eru orðnar svo litlar að það skiptir kanski ekki máli. Og líklegast hækka leikskólagjöldin. Þetta er bara ótrúlega flókið og skrítið velferðakerfi. Þó það sé ekkert frábært á Íslandi þá er það einhvernveginn miklu gegnsæjara og auðskildara.