Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for apríl, 2008

Tvö brauð, fjórir stólar og sjö fiskar voru innkaup dagsins. Næstum eins og skrifað er í bókinni frægu, mislesnu og misskildu. Það er nefnileg H.G. sem er núna búinn að fá fiska í búrið sitt. Maður ætti kannski að fara stofna veðbanka um hversu lengi þessir fiskar lifa. Og svo keyptum við eldhússtóla í morgun. Þá getum við tekið þessa klappstóla úr umferð þar til gestirnir koma. Undarlegt að barnið á heimilinu sé ekki búinn að klippa af sér útlimi á þessum stólum.

Frábært, vannýtt veður í dag sól og 18°c þegar best lét. Spáð enn betra veðri á morgun en þá er ég að vinna. Maður verður að fara fjárfesta í grilli ef þetta gengur svona áfram.

Í gær drösluðumst við með HP ruslið í Bilka . Það á að athuga hvað verður gert í þessu um helgina. Ég er bara svo pirraður yfir þessu. Þeir hefðu getað sparað sér fullt af pening og okkur leiðindi og fyrihöfn að endurgreiða okkur bara þennan garm strax, í staðinn fyrir að gera við þetta brak endalaust. Ég á mest von á því að það verði líka niðurstaðan í þetta skiptið. En það fáum við ekki að vita fyrr en á mánudaginn. Ef einhver er að spá í að fá sér HP fartölvu. Þá ætti sá aðili að hugsa sinn gang betur. Ég hugsa að handsnúnu fartölvurnar sem voru hannaðar fyrir þriðja heiminn sé mun skárri kostur.

Leitarorð dagsins. danskar tölur, brjánn júlíusson, fisksali í Óðinsvé, brandarar um aldur, lagið sem er bannað(texti)

Read Full Post »

Núna gerðist það. HP fartölvan sem við keyptum í Bilka, eftir að hinni HP fartölvunni var stolið þegar brotist var inn hjá okkur fyrir tæpum tveim árum, bilaði eina ferðina enn. Eða öllu heldur þráðlausa netkortið sem er í henni. Það er búið að skipta um það einu sinni áður. Það er líka búið að skipta tvisvar sinnum um móðurborð, einu sinni skjákort og einu sinni hljóðkort og það hefur þurft að strauja hana í hvert skipti eftir þessar viðgerðir. Maður er með nettann kvíðahnút í maganum, því ég er alltaf að heimta að fá tölvuna endurgreidda, því þessi garmur biliaði eftir tvo mánuði og fór þá í fjögurra vikna viðgerð. Hálfu ári seinna bilaði hún aftur og það var þriggja vikna viðgerð. En í það skiptið vorum við á leiðinni til Íslands svo við sóttum hana fjórum vikum seinna. En á meðan fengum við HP lánstölvu sem var enn meiri garmur og bilaði á fyrstu vikunni en lagaðist svo aftur á síðustu vikunni. Sem betur fer því ég nennti ekki að útskýra þetta fyrir þrjósku viðgerðarköllunum í Bilka. Eftir síðustu viðgerð hefur tölvan verið þolanleg þar til nú. Núna á ég eftir að heimta að fá þessa tölvu endurgreidda eina ferðina enn og þeir eiga örugglega eftir að ásala sér rétt til að gera við hana í þriðja skiptið og hafa tölvuna í þrjár vikur. Þetta eru verstu kaup sem við höfum gert til þessa hér í Danmörku, ef ekki bara í lífinu, og ég á sennilega aldrei eftir að kaupa neitt tæki framar í Bilka aftur. Ég á kannski eftir að kaupa HP sósu því hún er svo góð í Biksimad en Hewlett Parckard kaupi ég aldrei aftur.

Leitar orð dagsins: brandarar, fjornir, prins póló, rocky horror, húsaleigubætur í danmörku.

Read Full Post »

Jóhanna er búinn að blogga um atburði dagsins. Heill dagur í þessi kaup. Maður verður að vanda valið. Við erum svo sem búin að velta okkur upp úr þessu í nokkrar vikur. Þó ég hafi ekki haft svefntruflanir eins og Jóhanna yfir þessu. Restin af deginum er búin að fara í að elda mat og klippa fjölsyldumyndbönd. Best að vera kominn með reglu á þetta áður en krílið kemur í heiminn. Annars er eitthvað helv…. ólag á hreifimyndavélinni hún biður stanslaust um hreinsikassettu og sýnir allar myndir í röndum. Þarf sennilega að fara athuga þetta, veit bara ekki alveg hvar.

Leitarorð dagsins: Mög góðir brandarar, brandarar, inngróin tánögl, hrámarinerað.

Read Full Post »

Sára lítið að frétta í dag. Var að vinna við eina fermingaveisluna enn. Þetta eru ótrúlegar langar veislur hér næstum eins og brúðkaupsveislur eða 80 ára afmæli. Óteljandi ræður, söngvar og húrrahróp milli máltíða. Þetta er einginlega helvítis hangs.

Leitar orð dagsins er. Danskar tölur, fiskur.

Read Full Post »

Magnús Guðfiskur dó í gær eftir tæplega viku dvöl hér á heimilinu. Hann var samt langlífastur af þeim þrem sem komu inn á heimilið síðasta laugardag. Svo kórónaðist öll þessi sorgarsaga þegar fiskabúrið brotnaði við þrif í gær. Það varð til þess að við feðgar fórum í dýrabúðina og keyptum 50 l. fiskabúr sem þarf að standa með vatni í viku áður en fiskar og plöntur verða settar í það. Þá reynir á þolinmæðina hjá sumum.

Read Full Post »

Dagurinn byrjaði seint hjá mér í dag. Ég fékk nefnilega að sofa út til hádegis, enda búinn að vera hálfslappur með hálsbólgu. H.G. er líka búinn að vera með kvef, við litla fjölskyldan erum eiginlega búin að vera með kvef frá áramótum. Í dag dóu tveir af þremur fiskum sem H.G. fékk síðasta laugardag. Hann er búinn að vera svolítið leiður yfir þessu og þurfti að horfa á myndina Yfir gerðið til að hressa sig við. Áður en hann horfði á myndina, ákvað hann að fiskurinn sem eftir lifði skyldi heita Magnús Guðfiskur. Hann var eitthvað að spá í að gefa honum millinafnið Hermann en hætti við það. Síðan spurði ég hann hvort við ættum að jarða, henda eða sturta dauðu fiskunum niður í klósettið. Eftir útskýringar fannst honum best að henda þeim í ruslið en vildi kryfja þá fyrst, svo við krufum annan þeirra. Við erum búin að lofa honum að hann fái einn til tvo nýja fiska á laugardaginn.

Jóhanna er farin að gera klárt fyrir ungann og keypi notaðan barnabílstól í dag á 600 ddk. eftir hina vikuleigu leikfimi. Barnavagnaleitin heldur áfram. Við gerum ráð fyrir rúmum mánuði í viðbót.

Á meðan Jóhanna var í leikfimi og setti ég nokkrar myndir inn á 2008 vetur og vor í myndasíðunum hér til hægri.

Read Full Post »

Í gær efndum við samninginn við H.G. og keypum 3 gullfiska. Ég man ekki tegundarheitin á þeim. Og það er heldur ekki búið að skíra þá þó þeir séu í vígðu fiskabúrsvatni frá dýrabúðinni. Afgreiðslumaðurinn í gæludýrabúðinni var einstaklega fróður um gullfiska og gullfiskafræðin vall upp úr honum. Ég var löngu hættur að geta meðtekið allan þennan fróðleik sem maðurinn hafði yfir að búa um gullfiska og var farinn að segja já og einmitt á tiltölulega réttum stöðum, þá greindi ég allt í einu að maðurinn var farinn að tala um klósett sem væru sett í fiskabúr til þess að sturta niður skítnum úr þeim. Hann sagðist ekki vera með þetta á lager en hafði séð þetta á sýningu og kostaði 12000 dkk. Svo spurði hann mig hvað venjuleg góð klósett kostuðu. Eins og ég væri nýbúinn að gera verðkönnun á vatnssalernum. Sérkennilegur maður það.

Í gærkvöldi var ég að aðstoða í veislu út í bæ, ég vissi eiginlega ekkert hvað ég átti að fara gera annað en að elda mat þegar ég sagði já við þessarri aukavinnu fyrir rúmlega 2 vikum. En það kom í ljós í gær að þetta var fermingaveisla í heima húsi. (Frábært). Þetta var þriggja rétta máltíð í fimm og hálfa klst. örugglega 10 ræður, 15 söngvar og reykpásur á milli rétta. Frekar mikið hangs en allt í lagi þegar maður er á tímakaupi.

Í dag átti Jóhanna afmæli við skutumst því aðeins í dýragarðinn og dóluðum okkur þar milli 13:30 og 18. H.G. er búinn að fara þarna svo oft með okkur og tvisvar með leikskólanum að hann er farinn að taka fararstjórnina að sér inni í dýragarðinum. Við byrjuðum á að fara inn í hús þar sem hann gat klappað lifandi slöngu og fiktað í skinnum og beinagrindum af dýrum. Annars var þetta nokkuð venjuleg dýragarsferð en það er búið að taka í gagnið nýja salernisaðstöðu þar sem eru kassar með hægðum  ýmissa dýra til sýnis. Þessar uppstillingar minna svolítið á bókina um moldvörpuna sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni.  Það er alltaf huggulegt að fara í dýragarðinn.

 

Read Full Post »

Síðastliðna 2-3 mánuði er H.G. búinn að vera biðja um gæludýr, aðalega hund. Í hvert skipi erum við búin að segja við hann að það sé ekki hægt því við meigum ekki vera með gæludýr í þessari íbúð. Svo erum við búin að segja við hann að það sé mikil vinna við að eiga gæludýr. Maður þarf nefnilega að hugsa um þau. Fyrir tveim vikum gerðum við samning við hann að ef hann tæki til í herberginu í tvær vikur á hverjum degi þá gæti hann fengið fisk í fiskabúrið sem Fugl 98 og Froskur Svampson sálugu bjuggu í um þriggja mánaða skeið. Það er búið að vera mikið streð að fá hann til að taka til dótið í herberginu sínu til þessa svo maður hefur varla geta gengið þar inn án þess að stíga á Legó kubb eða kall. Núna eru þessar tvær vikur liðnar og herbergið hans hefur verið mjög snyrtilegt allan tímann og maður getur gengið inn í herbergið hans án þess að hugsa hvert maður stígur. Í morgun kl.7 kom hann upp í rúm til okkar og spurði hvort við ættum ekki að fara kaupa fisk í gæludýrabúðinni (svona til að fyrirbyggja allan miskilning). Nú er komið að því að standa við okkar hluta samningsins. Svo er bara að sjá hvað hann verður duglegur að taka til í herberginu sínu áfram ásamt því sinna viðbótarverkefninu að þrífa fiskabúrið og sjá um fiskinn/ana.

Read Full Post »

Það er mikið um dýralíf á leiðinni í og úr vinnunni. Í vetur hafa fashanar, haukar og íkornar verið í veginum fyrir mér og svo í einum garði var hjartarfjölskylda, mamma, pabbi og bambi. Ég hef ekki séð pabbann síðan fyrir jól. Nokkuð ljóst um hans örlög. Í fyrradag var ég næstum því búinn að hjóla yfir körtu sem ákvað að fara lúshægt yfir Rugårdsvej sem er talsverð umferðargata. Ég velti því fyrir mér í sirka 3 sekúndur að að veiða hana handa H.G. en hafði ekkert handhægt til þess svo ég hjólaði bara framhjá henni og lét hana halda áfram á vit forfeðra sinna. Það má taka þetta sem merki um að það sé farið að vora hér á Fjóni. Önnur sönnun þess að það er farið að vora er að um páskana kom skjórapar til að gera hreiður í tré fyrir utan eldhúsgluggan okkar. Þeir hljóta að hafa tafist eitthvað í kuldakastinu um páskanna því þeir eru enn að djöflast í þessu. þriðja sönnunin er að við keyptum strigaskó handa H.G. Hann vildi helst fá svart og hvítköflótta Vans skó (held ég að þeir heiti) en hvítir skór eru ekki fyrir 5 ára stráka. Nú fer maður bara að hlakka til sumarsins með nýjan unga á heimilinu og unga fyrir utan eldhúsgluggann.

Read Full Post »