Núna gerðist það. HP fartölvan sem við keyptum í Bilka, eftir að hinni HP fartölvunni var stolið þegar brotist var inn hjá okkur fyrir tæpum tveim árum, bilaði eina ferðina enn. Eða öllu heldur þráðlausa netkortið sem er í henni. Það er búið að skipta um það einu sinni áður. Það er líka búið að skipta tvisvar sinnum um móðurborð, einu sinni skjákort og einu sinni hljóðkort og það hefur þurft að strauja hana í hvert skipti eftir þessar viðgerðir. Maður er með nettann kvíðahnút í maganum, því ég er alltaf að heimta að fá tölvuna endurgreidda, því þessi garmur biliaði eftir tvo mánuði og fór þá í fjögurra vikna viðgerð. Hálfu ári seinna bilaði hún aftur og það var þriggja vikna viðgerð. En í það skiptið vorum við á leiðinni til Íslands svo við sóttum hana fjórum vikum seinna. En á meðan fengum við HP lánstölvu sem var enn meiri garmur og bilaði á fyrstu vikunni en lagaðist svo aftur á síðustu vikunni. Sem betur fer því ég nennti ekki að útskýra þetta fyrir þrjósku viðgerðarköllunum í Bilka. Eftir síðustu viðgerð hefur tölvan verið þolanleg þar til nú. Núna á ég eftir að heimta að fá þessa tölvu endurgreidda eina ferðina enn og þeir eiga örugglega eftir að ásala sér rétt til að gera við hana í þriðja skiptið og hafa tölvuna í þrjár vikur. Þetta eru verstu kaup sem við höfum gert til þessa hér í Danmörku, ef ekki bara í lífinu, og ég á sennilega aldrei eftir að kaupa neitt tæki framar í Bilka aftur. Ég á kannski eftir að kaupa HP sósu því hún er svo góð í Biksimad en Hewlett Parckard kaupi ég aldrei aftur.
Leitar orð dagsins: brandarar, fjornir, prins póló, rocky horror, húsaleigubætur í danmörku.
sæll kappi, ég skil pirring og killmodið hjá þér, lenti í þessu með sjónvarpið, búið að bila tvisvar; móðurborðið í annað skiptið , og truflanaþéttir í hitt, , heimtaði að fá nýtt, en samkvæmt neytendalögunum hér á landi þá á mann ekki rétt á nýju tæki „nema“ að sami hluturinn bili þrisvar, og hve eru líkurnar á því aaarrg dauði og djöfull , ég held að málið sé nokkur staup af „únderberg“ til að hleypa í þig íslenskum pirringi,,hva skeður þá !! kveðja biggi
Já þetta er ömurlegt. Maður er bara í hrikalega vondri stöðu og réttlaus gegn einhverjum risa. Snaps er kannski eina lausnin til að róa mann.