Tvö brauð, fjórir stólar og sjö fiskar voru innkaup dagsins. Næstum eins og skrifað er í bókinni frægu, mislesnu og misskildu. Það er nefnileg H.G. sem er núna búinn að fá fiska í búrið sitt. Maður ætti kannski að fara stofna veðbanka um hversu lengi þessir fiskar lifa. Og svo keyptum við eldhússtóla í morgun. Þá getum við tekið þessa klappstóla úr umferð þar til gestirnir koma. Undarlegt að barnið á heimilinu sé ekki búinn að klippa af sér útlimi á þessum stólum.
Frábært, vannýtt veður í dag sól og 18°c þegar best lét. Spáð enn betra veðri á morgun en þá er ég að vinna. Maður verður að fara fjárfesta í grilli ef þetta gengur svona áfram.
Í gær drösluðumst við með HP ruslið í Bilka . Það á að athuga hvað verður gert í þessu um helgina. Ég er bara svo pirraður yfir þessu. Þeir hefðu getað sparað sér fullt af pening og okkur leiðindi og fyrihöfn að endurgreiða okkur bara þennan garm strax, í staðinn fyrir að gera við þetta brak endalaust. Ég á mest von á því að það verði líka niðurstaðan í þetta skiptið. En það fáum við ekki að vita fyrr en á mánudaginn. Ef einhver er að spá í að fá sér HP fartölvu. Þá ætti sá aðili að hugsa sinn gang betur. Ég hugsa að handsnúnu fartölvurnar sem voru hannaðar fyrir þriðja heiminn sé mun skárri kostur.
Leitarorð dagsins. danskar tölur, brjánn júlíusson, fisksali í Óðinsvé, brandarar um aldur, lagið sem er bannað(texti)
Ég fann einmitt svo góða grilllykt í fyrradag og hlakkaði til að koma til ykkar í sumar og vonandi fá eitthvað grillmeti. Nú ef ekki verður búið að fjárfesta í grilli má alltaf bjarga því með einu slíku einnota.
Ég er mjög glöð að hafa ekki fjárfest í HP tölvu í janúar. Dell stendur sig enn sem komið er ágætlega.
Við reynum að vera kominn með einhverja grilldollu áður en þú kemur.
Þakka kærlega fyrir þessa ljúfengu sendingu með gjöfinni hennar Jóhönnu.
Já þú hefur væntanlega valið rétta tölvu.