Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for maí, 2008

Það hefur verið smá hlé á skriftum upp á síðkastið það verður aðalega afsakað með góðu veðri og þéttu vaktaplani. En í þessari viku fjárfestum við fjölskyldan í grilli sem er búið að nota tvisvar. Seinna skiptið í kvöld. Það tekur smá tíma að læra á nýjar græjur en ég held að ég hafi náð tökum á þessu grilli í kvöld eftir smá basl við að ná upp hita með of fáum kolum. En eftir að ég keypti fleiri kol gekk allt að óskum. Það er mjög gott að sitja hér í garðinum á góðviðrisdögum þó maður sé ekki einn um garðinn.

Við gáfum H.G. frí í leikskólanum svo hann fær jafn langa hvítasunnuhelgi eins og ég. Vegna dugnaðar innan heimilisins var hann búinn að vinna sér inn 3 ryksugufiska svo hann fékk þá greidda út í morgun. Við hjóluðum í gæludýrabúðina stuttu eftir síðbúna morgunmatinn okkar. Hann fékk nefnilega hjól að gjöf fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er gamalt hjól sem synir vinnufélaga míns eru búnir að þjösnast á í nokkur ár en er ágætt fyrir H.G. núna og í réttri stærð fyrir hann. Hann fær kanski betra hjól á næsta ári þegar hann er búinn að ná betri tökum á tvíhjóli og umferð.

Ottó Magnússon hringdi í mig um daginn tilkynti mér að hann er að verða pabbi í annað skiptið. Til hamingju með það Ottó.

Eftir eftirgrennslan hjá neytendasamtökunum hér höfum við komist að því að Bilka hefur lagalegan rétt til að gera við tölvuna okkar í þriðja og síðasta skiptið. Ég mæli ekki með að það sé farið svona með neytendur en lög eru lög.Það sem fer líka í taugarnar á mér við allar þessar viðgerðir er að það tekur 21 virkan dag hver viðgerð. Og núna er vorfrídagarunan. Ég velti fyrir mér hvort maður væri í góðri stöðu sem matreiðslumaður ef ég myndi láta frá mér ónýtan/vondan mat í þrjú skipti og hver réttur tæki sirka þrú korter og svo fengi kúnninn sæmilegan mat í þriðja skiptið og ef ég þekki fólk rétt þá væri sá kúnni sem myndi lenda í þeirri krísu ekki mjög hress og þá þyrftri hann ekkert að borga. Það veitingahús myndi fara á hausinn bara fyrir fréttirnar. Og því verð ég að vara alla við sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa sé HP tölvu (Hewlett Packard) að snúa frá villu síns vegar og leita á önnur mið. Þetta er ekki góðar tölvur og ég hef séð þegar ég er að koma með þennan garm í Bilka að ég er ekki einn á báti með lélega framleiðslu af HP rusli.

Jóhanna kominn í hreiðurham. fyrir þremur vikum keypti Jóhanna barna bílstól (þó við eigum ekki bíl en við þurfum að taka taxa annað slagið og þeir hafa ekki svona stóla í skottinu). Fyrir rúmlega tveimur vikum keyptum við barnavagn, en hann er ekki enn kominn á staðinn (það átti líka taka 2-3 vikur að koma með hann). Allt þvegið og srúbbað þessa daganna. Tekið utan af sófanum, sængur viðraðar, barna föt send frá Íslandi með pólsku góðgæti sem er að mínu viti besta súkkulaði í heimi. Takk fyrir það Dagbjört. Það er alltaf eins og jól þegar Prins Póló kemur á heimilið.

Leitarorð dagsins: fjornir, sumar brandarar, brandarar, danskar tölur,“danskar tölur“, danska tölur, ferminga+ brandarar.

Read Full Post »