Nú er rúmlega vika síðan Heiðar Mar fæddist. Hann er líka búinn að vera svangur í eina viku og fær stöðugt næringu hjá mömmu sinni sem er enn að jafna sig. Helgi Gnýr tekur bróður sínum vel og er mjög ánægður með hann. Hér er smá myndbrot af þeim bræðrum.
Ég væri sko alveg til í knúsa þá báða núna. Það er samt smá betra að fá þó, að sjá þá með hjálp tölvutækninnar. það er gott að allir séu að jafna sig. Ef ég vinn í lottóinu á morgunn kem ég á sunnudaginn:)
Kveðja Berta Terta
Þeir fá stóran skammt af knúsi. Það losnar akkúrat gistipláss á sunnudaginn, því þá fer Dagbjört. Þá vantar bara réttar tölur.
Flott myndbrot og fallegir bræður.
Mikið er Heiðar Mar heppinn með stóra bróður sinn. Helgi Gnýr er greinilega drauma stóri bróðir.
Helgi Mar er orðin voða mannalegur og dafnar vel og kannski ekki skrítið fyrst hann er svona duglegur að drekka.
Knús í kotið, kveðja Íris Hlín
Já Helgi Gnýr er rosalega góður við bróður sinn. Það er bara vonandi að bræðrakærleikurinn haldi áfram.
Já, Heiðar Mar er gráðugur eins og foreldrarnir.