Ég er haldinn ritsíflu þessa daganna, hálf fámæltur en hef bölvað tölvunni sem er búin að hrynja hvað eftir annað í vikunni. Þrátt fyrir fámælgina þá hef ég annað slagið sett inn myndir á vor og sumar 2008.
En í gær kom H.G í svæðis fréttunum á TV2 og varð hrikalega stoltur af sér.
Annars er ekki mikið að frétta. Sumarfríið búið og ekkert nema geðveiki framundan. En það þýðir ekkert að kvarta yfir því.
Og hvert var tilefni frægðarinnar?
Ef smellt er á linkinn Tv2 þá sést fréttinn og skýrir sig sjálf. En fyrir þá sem ekki geta opnað þá frétt þá snýst hún um Vestre skole sem hefur verið endurnýjaður. Þá má segja að frægð H.G. snýst um að geta rennt sér niður rennibraut. En svona er þetta sumir eru dregnir fram í sviðsljósið fyrir að geta það sem allir geta, bara spurning um að vera á réttum stað á réttum tíma eða röngum stað á réttum tíma eða röngum stað á röngum tíma eða réttum stað á röngum tíma. Maður ætti kannski bara spyrja Bubba um leyndarmál frægðarinnar.
sá þetta.. skil vel að hann sé upp með sér, hann renndi sér mjög vel niður rennibrautina. Er ótrulega mikill smáborgari og finnst rosagaman þegar einhver sem ég þekki ratar í sjónvarp eða útvarp. Sendi kkv. á restina af fjölskyldunni.