Loksins finn ég tíma og tölvu til að skrifa nýtt blogg. Það er svolítið langt síðan ég hef skrifað síðast. En það skapast af stórum hluta af tölvu leysi. Það virðist nefnilega vera þannig að þær tölvur sem við eignumst eru dæmdar til að fara á verkstæði. Það getur ekki verið að hver tölvuframleiðandinn á fætur öðrum selji okkur gallaðar tölvur við hvert tækifæri. En við erum svo lánsöm að tengdarpabbi sem er 60 ára í dag kom í vikunni með tölvuna sína og við erum þvílíkt búin að svala tölvufíkn okkar á meðan. Og því er líka sénsinn að skrifa smá blogg.
Það er óturleg að sjá hvað það er mikill mismunur á að sjá þessa síðu með Windows Vista en í Makkanum og XPinu. Þetta er skelfilegt. Fyrir þá sem sjá þessa síðu svona hræðilega “ takk fyrir að láta mig vita“
Þegar mamma og pabbi komu hér í heimsókn fyrir rúmum mánuði komu þau með fullar ferða töskur af allskonar íslensku góðgæti sem er að mestu leiti búið nema diskur sem þau komu með frá Bertu og Óla ég held að ég hafi algerlega gleymt að þakka fyrir en þetta er einn allra besti hljómdiskur sem ég hef eignast um daganna. Kannski er það út af því að flestir mínir geisladiskar er í bílskúrnum hjá foreldrum mínum á Íslandi en þessi diskur er búinn að vera í fimm vikur í (Ljóta) geislaspilaranum í eldhúsinu. Það er met. Þetta er diskurinn Oft ég spurði mömmu með Sigurði Guðmundsyni og Memfismafíunni. Snildar diskur sem fúnkerar ótrúrlega vel við eldamennsu og uppvask. Eða bara til að koma manni í gott skap. Sum sé gerir lífið skemmtilegra.
Myndir verða að bíða í smá stund vegna tölvu vandræða.