Feeds:
Færslur
Athugasemdir

Archive for the ‘Uncategorized’ Category

Loksins finn ég tíma og tölvu til að skrifa nýtt blogg. Það er svolítið langt síðan ég hef skrifað síðast. En það skapast af stórum hluta af tölvu leysi. Það virðist nefnilega vera þannig að þær tölvur sem við eignumst eru dæmdar til að fara á verkstæði. Það getur ekki verið að hver tölvuframleiðandinn á fætur öðrum selji okkur gallaðar tölvur við hvert tækifæri. En við erum svo lánsöm að tengdarpabbi sem er 60 ára í dag kom í vikunni með tölvuna sína og við erum þvílíkt búin að svala tölvufíkn okkar á meðan. Og því er líka sénsinn að skrifa smá blogg.

Það er óturleg að sjá hvað það er mikill mismunur á að sjá þessa síðu með Windows Vista en í Makkanum og XPinu. Þetta er skelfilegt. Fyrir þá sem sjá þessa síðu svona hræðilega “ takk fyrir að láta mig vita“

Þegar mamma og pabbi komu hér í heimsókn fyrir rúmum mánuði komu þau með fullar ferða töskur af allskonar íslensku góðgæti sem er að mestu leiti búið nema diskur sem þau komu með frá Bertu og Óla ég held að ég hafi algerlega gleymt að þakka fyrir en þetta er einn allra besti hljómdiskur sem ég hef eignast um daganna.  Kannski er það út af því að flestir mínir geisladiskar er í bílskúrnum hjá foreldrum mínum á Íslandi en þessi diskur er búinn að vera í fimm vikur í (Ljóta) geislaspilaranum í eldhúsinu. Það er met. Þetta er diskurinn Oft ég spurði mömmu með Sigurði Guðmundsyni og Memfismafíunni. Snildar diskur sem fúnkerar ótrúrlega vel við eldamennsu og uppvask. Eða bara til að koma manni í gott skap. Sum sé gerir lífið skemmtilegra.

Myndir verða að bíða í smá stund vegna tölvu vandræða.

Read Full Post »

Ritsífla

Ég er haldinn ritsíflu þessa daganna, hálf fámæltur en hef bölvað tölvunni sem er búin að hrynja hvað eftir annað í vikunni. Þrátt fyrir fámælgina þá hef ég annað slagið sett inn myndir á vor og sumar 2008.

En í gær kom H.G í svæðis fréttunum á TV2 og varð hrikalega stoltur af sér.

Annars er ekki mikið að frétta. Sumarfríið búið og ekkert nema geðveiki framundan. En það þýðir ekkert að kvarta yfir því.

Read Full Post »

Önnur vikan liðin.

og gott betur en það.

Það er búið að vera ótrúlega rólegt yfir okkur lítið að gerast og allt eins og það á að vera. Nýjar myndir af rólegheitunum á sérsíðum hér fyrir ofan eða til hægri á síðunni (2008 vor og sumar)

Sumarfríið byrjar formlega á morgun en ég hef ekki unnið neitt síðan 10. júní. Því Heiðar Mar var svo tillitsamur að koma í heiminn daginn eftir vaktarfrí.

En þar sem ég hef verið svo slappur að blogga hefur að sjálfsögðu hellingur gerst síðastliðna mánuði. Svo maður byrji nú á að segja að Hp garmurinn var endurgreiddur að lokum. Við höfum ekki ennþá þorað að fjárfesta í nýrri fartölvu. Ef það er einhver sem getur mælt með þokkalegri pc fartölvu þá eru slíkar ábendingar vel þegnar (Hp meðmæli eru ekki velkomin á þessa síðu). En það er nú bara þannig að þegar ein beljan mígur þá míga allar. Og það sama má sejga ef eitt tæki bilar þá bila öll. Því um leið og tölvan var afgreidd sá ég að vídeo myndavélin var líka biluð. Þetta uppgötvaðist nokkrum dögum fyrir fæðingu H.M. En það vildi svo til að karl faðir minn var með auka myndavél sem hann gat sent með tengdamömmu viku fyrir fæðingu. Jóhanna vildi endilega setja biluðu myndavélina í viðgerð í viðgerða þjónustuna sem hefur reynt að gera við tölvuna í þrjú skipti án árangurs.(svo sem ekki í mörg önnur hús að venda því þetta virðist vera eina viðurkenda verkstæðið og gerir við öll þekktustu vörumerkin.) Mér leist ekki vel á þessa hugmynd. Fyrir það fyrsta var að reynslan sem við höfðum af þessu viðgerðarverkstæði ekki góð og í öðrulagi þá skoða þeir hlutinn og gera tilboð ef tilboðinu er ekki tekið þá kostar það 450 ddk. Mín tilfinning var og er sú að þetta sé fyrsta bilunin í 100 bilana röð í þessari vél. Tilboðið sem við fengum var upp á rúmlega 1600 dkk. Sem þýðir að ég get keypt samskonar vél á tilboði fyrir minni pening. Svo því tilboði var hafnað. Svo var það rétt áður en Dagbjört fór fyrir viku síðan þá uppgvötvaði ég að flassið sem ég keypti á sama tima og í sömu búð er líka bilað ég hef nú samt trú á því að það borgi sig að láta gera við það.

Dagbjört er einn af tíðustu gestum okkar síðan við fluttum til Óðinsvéa en hún borgar gistinguna alltaf með gullstöngum frá Pólandi. Það er góðkenndur gjaldmiðill á gistiheimilinu. En hún kom sama dag og H.M fæddist. En fyrsti gesturinn okkar hér í nýju íbúiðnni var tengdapabbi sem kom 22. mai og seinkaði hann för sinni um rúman sólarhring, því hann ætlaði að fara 12 júní. Svo fengum við innlit hjá Steinunni og Stefáni sem stöldruðu við í mat. Annars verður rólegt á gistingu og gestagangi þar til 22. júlí. Þá koma Salný og Lilja Fanney. Og strax á eftir Mamma og Pabbi.

Read Full Post »

Fyrsta vikan liðin

Nú er rúmlega vika síðan Heiðar Mar fæddist. Hann er líka búinn að vera svangur í eina viku og fær stöðugt næringu hjá mömmu sinni sem er enn að jafna sig. Helgi Gnýr tekur bróður sínum vel og er mjög ánægður með hann. Hér er smá myndbrot af þeim bræðrum.

Read Full Post »

Það hefur verið lognmolla í skriftum síðastliðinn mánuð en það orsakast af annríki sem náði hápunkti síðastliðinn fimmtudag 12. júní. Því þá flutti Heiðar Mar Valdimarsson úr kvið mömmu sinnar til okkar með örstuttri viðkomu á spítalanum hér hinum meginn við kirkjugarðinn. Jóhanna er búin að lýsa þessu af meiri nákvæmni en hér er þetta í myndum.

Read Full Post »

Það hefur verið smá hlé á skriftum upp á síðkastið það verður aðalega afsakað með góðu veðri og þéttu vaktaplani. En í þessari viku fjárfestum við fjölskyldan í grilli sem er búið að nota tvisvar. Seinna skiptið í kvöld. Það tekur smá tíma að læra á nýjar græjur en ég held að ég hafi náð tökum á þessu grilli í kvöld eftir smá basl við að ná upp hita með of fáum kolum. En eftir að ég keypti fleiri kol gekk allt að óskum. Það er mjög gott að sitja hér í garðinum á góðviðrisdögum þó maður sé ekki einn um garðinn.

Við gáfum H.G. frí í leikskólanum svo hann fær jafn langa hvítasunnuhelgi eins og ég. Vegna dugnaðar innan heimilisins var hann búinn að vinna sér inn 3 ryksugufiska svo hann fékk þá greidda út í morgun. Við hjóluðum í gæludýrabúðina stuttu eftir síðbúna morgunmatinn okkar. Hann fékk nefnilega hjól að gjöf fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er gamalt hjól sem synir vinnufélaga míns eru búnir að þjösnast á í nokkur ár en er ágætt fyrir H.G. núna og í réttri stærð fyrir hann. Hann fær kanski betra hjól á næsta ári þegar hann er búinn að ná betri tökum á tvíhjóli og umferð.

Ottó Magnússon hringdi í mig um daginn tilkynti mér að hann er að verða pabbi í annað skiptið. Til hamingju með það Ottó.

Eftir eftirgrennslan hjá neytendasamtökunum hér höfum við komist að því að Bilka hefur lagalegan rétt til að gera við tölvuna okkar í þriðja og síðasta skiptið. Ég mæli ekki með að það sé farið svona með neytendur en lög eru lög.Það sem fer líka í taugarnar á mér við allar þessar viðgerðir er að það tekur 21 virkan dag hver viðgerð. Og núna er vorfrídagarunan. Ég velti fyrir mér hvort maður væri í góðri stöðu sem matreiðslumaður ef ég myndi láta frá mér ónýtan/vondan mat í þrjú skipti og hver réttur tæki sirka þrú korter og svo fengi kúnninn sæmilegan mat í þriðja skiptið og ef ég þekki fólk rétt þá væri sá kúnni sem myndi lenda í þeirri krísu ekki mjög hress og þá þyrftri hann ekkert að borga. Það veitingahús myndi fara á hausinn bara fyrir fréttirnar. Og því verð ég að vara alla við sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa sé HP tölvu (Hewlett Packard) að snúa frá villu síns vegar og leita á önnur mið. Þetta er ekki góðar tölvur og ég hef séð þegar ég er að koma með þennan garm í Bilka að ég er ekki einn á báti með lélega framleiðslu af HP rusli.

Jóhanna kominn í hreiðurham. fyrir þremur vikum keypti Jóhanna barna bílstól (þó við eigum ekki bíl en við þurfum að taka taxa annað slagið og þeir hafa ekki svona stóla í skottinu). Fyrir rúmlega tveimur vikum keyptum við barnavagn, en hann er ekki enn kominn á staðinn (það átti líka taka 2-3 vikur að koma með hann). Allt þvegið og srúbbað þessa daganna. Tekið utan af sófanum, sængur viðraðar, barna föt send frá Íslandi með pólsku góðgæti sem er að mínu viti besta súkkulaði í heimi. Takk fyrir það Dagbjört. Það er alltaf eins og jól þegar Prins Póló kemur á heimilið.

Leitarorð dagsins: fjornir, sumar brandarar, brandarar, danskar tölur,“danskar tölur“, danska tölur, ferminga+ brandarar.

Read Full Post »

Tvö brauð, fjórir stólar og sjö fiskar voru innkaup dagsins. Næstum eins og skrifað er í bókinni frægu, mislesnu og misskildu. Það er nefnileg H.G. sem er núna búinn að fá fiska í búrið sitt. Maður ætti kannski að fara stofna veðbanka um hversu lengi þessir fiskar lifa. Og svo keyptum við eldhússtóla í morgun. Þá getum við tekið þessa klappstóla úr umferð þar til gestirnir koma. Undarlegt að barnið á heimilinu sé ekki búinn að klippa af sér útlimi á þessum stólum.

Frábært, vannýtt veður í dag sól og 18°c þegar best lét. Spáð enn betra veðri á morgun en þá er ég að vinna. Maður verður að fara fjárfesta í grilli ef þetta gengur svona áfram.

Í gær drösluðumst við með HP ruslið í Bilka . Það á að athuga hvað verður gert í þessu um helgina. Ég er bara svo pirraður yfir þessu. Þeir hefðu getað sparað sér fullt af pening og okkur leiðindi og fyrihöfn að endurgreiða okkur bara þennan garm strax, í staðinn fyrir að gera við þetta brak endalaust. Ég á mest von á því að það verði líka niðurstaðan í þetta skiptið. En það fáum við ekki að vita fyrr en á mánudaginn. Ef einhver er að spá í að fá sér HP fartölvu. Þá ætti sá aðili að hugsa sinn gang betur. Ég hugsa að handsnúnu fartölvurnar sem voru hannaðar fyrir þriðja heiminn sé mun skárri kostur.

Leitarorð dagsins. danskar tölur, brjánn júlíusson, fisksali í Óðinsvé, brandarar um aldur, lagið sem er bannað(texti)

Read Full Post »

Núna gerðist það. HP fartölvan sem við keyptum í Bilka, eftir að hinni HP fartölvunni var stolið þegar brotist var inn hjá okkur fyrir tæpum tveim árum, bilaði eina ferðina enn. Eða öllu heldur þráðlausa netkortið sem er í henni. Það er búið að skipta um það einu sinni áður. Það er líka búið að skipta tvisvar sinnum um móðurborð, einu sinni skjákort og einu sinni hljóðkort og það hefur þurft að strauja hana í hvert skipti eftir þessar viðgerðir. Maður er með nettann kvíðahnút í maganum, því ég er alltaf að heimta að fá tölvuna endurgreidda, því þessi garmur biliaði eftir tvo mánuði og fór þá í fjögurra vikna viðgerð. Hálfu ári seinna bilaði hún aftur og það var þriggja vikna viðgerð. En í það skiptið vorum við á leiðinni til Íslands svo við sóttum hana fjórum vikum seinna. En á meðan fengum við HP lánstölvu sem var enn meiri garmur og bilaði á fyrstu vikunni en lagaðist svo aftur á síðustu vikunni. Sem betur fer því ég nennti ekki að útskýra þetta fyrir þrjósku viðgerðarköllunum í Bilka. Eftir síðustu viðgerð hefur tölvan verið þolanleg þar til nú. Núna á ég eftir að heimta að fá þessa tölvu endurgreidda eina ferðina enn og þeir eiga örugglega eftir að ásala sér rétt til að gera við hana í þriðja skiptið og hafa tölvuna í þrjár vikur. Þetta eru verstu kaup sem við höfum gert til þessa hér í Danmörku, ef ekki bara í lífinu, og ég á sennilega aldrei eftir að kaupa neitt tæki framar í Bilka aftur. Ég á kannski eftir að kaupa HP sósu því hún er svo góð í Biksimad en Hewlett Parckard kaupi ég aldrei aftur.

Leitar orð dagsins: brandarar, fjornir, prins póló, rocky horror, húsaleigubætur í danmörku.

Read Full Post »

Jóhanna er búinn að blogga um atburði dagsins. Heill dagur í þessi kaup. Maður verður að vanda valið. Við erum svo sem búin að velta okkur upp úr þessu í nokkrar vikur. Þó ég hafi ekki haft svefntruflanir eins og Jóhanna yfir þessu. Restin af deginum er búin að fara í að elda mat og klippa fjölsyldumyndbönd. Best að vera kominn með reglu á þetta áður en krílið kemur í heiminn. Annars er eitthvað helv…. ólag á hreifimyndavélinni hún biður stanslaust um hreinsikassettu og sýnir allar myndir í röndum. Þarf sennilega að fara athuga þetta, veit bara ekki alveg hvar.

Leitarorð dagsins: Mög góðir brandarar, brandarar, inngróin tánögl, hrámarinerað.

Read Full Post »

Sára lítið að frétta í dag. Var að vinna við eina fermingaveisluna enn. Þetta eru ótrúlegar langar veislur hér næstum eins og brúðkaupsveislur eða 80 ára afmæli. Óteljandi ræður, söngvar og húrrahróp milli máltíða. Þetta er einginlega helvítis hangs.

Leitar orð dagsins er. Danskar tölur, fiskur.

Read Full Post »

Older Posts »